Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2007 | 10:37
Berlín
Er á leið til Berlínar á morgun! Jibbí jæ, hlakka til að komast í sól og sumaryl, burt úr rigningarsuddanum.
Því segi ég bara....
auf wiedersehn, Ýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 19:28
33
ára og með nefrennsli eins og smákrakki! Þessi flensa ætlar að tröllríða heimilisfólkinu. Hlynur að ná sér en ég og Þórir eru lasin
Þessi slappleiki gerir það að verkum að ég:
- er miklu geðvondari en vant er
- er með rauðar nasir
- vorkenni mér mikið
Fór reyndar í bjútítrítment í dag. Var búin að panta það fyrir löngu þannig að ég ákvað að skella mér. Ég er algjör pæja, fór í fótsnyrtingu og vax upp að hnjám. Fékk svona french á tásluneglurnar, rosalega flott! Einnig fór ég í andlitsbað og litun og plokkun. Þó maður sé lasin er nauðsynlegt að reyna að hressa upp á útlitið Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum....
Ýr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2007 | 22:31
Róleg og góð helgi
Þessi helgi hefur verið sérstaklega róleg. Á föstudags- og laugardagskvöld fór ég snemma í rúmið og horfði á Grays í tölvunni, geggjaðir þættir. Þeir voru það eina sem ég saknaði við að hafa ekki áskrift af S2, kannski umhugsunarefni hmmmm
Fór í fermingarveislu sonar æskuvinkonu minnar sem haldin var á Valhöll. Flott veisla og gaman að hitta gömlu vinkonurnar, alltaf hægt að spjalla endalaust við þær enda fór það svo að ein bauð okkur heim annað kvöld í áframhaldandi spjall. Við hittumst líka alltof sjaldan því tvær af þessum stelpum búa úti í Englandi. En þegar við hittumst er alltaf gaman!
Eftir fermingarveisluna var afmæli Elfu haldið hér hátíðlega. Daman orðin sex og m.a.s. komin með 2 fullorðinstennur!
Annars er kallinn búinn að vera veikur síðan á miðvikudaginn. Greyið ber sig ansi aumlega, er auðvitað þreyttur á því að hanga inni. Hann hélt því nú fram hér um árið þegar við kynntumst að hann væri sjaldan veikur. Annað hefur nú komið á daginn, kannski að ég veiki allt kerfið hjá honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2007 | 00:32
,,Hvað er að ske"
Get ekki sagt annað en ég hlakki til Berlínarferðar eftir 2 vikur! Er ekki hress með veðrið á þessu landi, hvað er eiginlega að gerast?? Flott veður í janúar og hagl nú í lok maí. Hef engan veginn húmor fyrir þessu...
Er að fara á Dag vonar á morgun. Sá stykkið síðast fyrir 20 árum og fannst það gott, vonandi nær það enn til mín. Kennóstelpunum fannst ég frekar gömul í hettunni þegar ég talaði um að hafa séð þetta fyrir 20 árum Það er nefnilega hjá okkur eins og svo mörgum að þó árin líða erum við alltaf ungar og sætar. Sem betur fer!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2007 | 23:04
xÞórsmörk
Frábært í Þórsmörk Vorum í Húsadal í fallegu veðri en á kvöldin var frekar kalt... fékk m.a.s. frunsu eftir fyrra kvöldið og kenni kuldanum um. Hef ekki fengið frunsu síðan ég fékk stóru frunsuna sælla minninga um árið og er hún enn í manna minnum (a.m.k. minntist Dunna vinkona á hana þegar ég sagði henni frá þessari).
114 krakkar voru með í för og voru frábærir í alla staði. Auðvitað sváfu þeir lítið sem ekkert, ég hefði nú eiginlega orðið fyrir vonbrigðum með þau hefðu þau sofið mikið... Er samt í hálfgerðu áfalli eftir að ég fattaði það að það eru 17 ár síðan ég var í Þórsmörk í sama tilgangi og þau, útskriftarferð vegna loka grunnskóla. Ótrúlega mörg ár síðan....
Nóg að gera á morgun. Vilborg sæta frænka er að útskrifast úr Listaháskólanum sem myndlistarkona og verður með sýningu í gömlu kartöflugeymslunum. Hlakka mikið til að sjá verkin hennar og eins að koma í geymsluna, hélt alltaf þegar ég var lítil að Grýla ætti heima þarna. Spurning hvort ég sjái ummerki eftir hana. Svo kýs ég auðvitað á nýjum kjörstað en er samt í sama kjördæmi og áður. Júróvisjon er á sínum stað og kosningasjónvarpið. Er nú hálffúl yfir að Eiki bleiki komst ekki áfram. Ég var nefnilega hæstánægð með lagið. En svona er lífið!
Kjósið nú rétt á morgun, Ýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 11:24
Þórsmörk
Er á leiðinni í Þórsmörk með 10.bekk á eftir. Veðurspáin er góð og það hljómar bara vel En það er eitt vandamál, það þarf víst að ferja okkur yfir á trukkum því rúturnar komast ekki yfir Krossána... Þetta verður semsagt ævintýraför, gæti trúað því að margir yrðu eftir sig þegar yfir er komið.
Verst er að ég missi af Eika bleika á morgun. Hef fulla trú á honum, þýðir ekkert að vera svartsýnn. Það hefur hingað til ekki hjálpað neinum. Aðalbjörg ætlar að senda mér sms á morgun þegar úrslitin liggja fyrir, maður verður nú að vera með á nótunum
Kosningar á laugardaginn, ég er alveg rugluð, valið stendur milli tveggja flokka. Var alveg búin að ákveða mig en er að verða óviss. Prófaði að fara inn á xhvad.bifrost.is. Það hjálpaði eitthvað en samt ekki þannig að ég væri 100% ákveðin.
Eru allir búnir að ákveða sig??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 10:40
Domo og Boston
Gærkvöldið heppnaðist mjög vel. Ég fékk mér lax og hörpuskel og súkkulaðiköku í eftirrétt. Maturinn var mjög góður og þjónustan frábær. Það er heldur ekki hægt að segja annað en maður hafi borgað fyrir hana, frekar dýr staður en góður!
Eftir það gengum við Laugarveginn og fórum á nýjan pöbb sem heitir Boston, sem er í sama húsi og Stútnik. Þar sátum við í smá stund, ágætis staður með fólki á aldrinum 25 + en svolítið blúsaður. Ekki mikið lagt upp úr innréttingum sem er að mínu mati í góðu lagi. Var komin heim um 2 ánægð með lífið og tilveruna.
En hvað er eiginlega með þessi nöfn í dag, ég veit ekki betur en að við eigum fullt af góðum og gildum íslenskum orðum. Þetta fer rosalega í taugarnar á mér, þegar venjulegir staðir á Íslandi, sem eru ekki einu sinni í útrás, geta ekki heitið íslenskum nöfnum.
Ýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 17:25
Róleg helgi
Nú á eftir ætlum við í mömmuklúbbnum að fara út að borða á Domo, sem er að mér skilst sá heitasti í dag. Ég hlakka til að fara og gæða mér á einhverri ljúffengri máltíð í góðra vina hópi. Verð reyndar á bíl, er að spara mig fyrir næstu helgar. Eins gott að ég verði ekki fyrir vonbrigðum...
Góða helgi og farið vel með ykkur, Ýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 10:27
Törn
Næstu daga verður meira en nóg að gerast. Á mánudaginn skila ég lokaverkefni upp í HÍ sem ég er nánast búin með, á miðvikudaginn byrja samræmdu prófin hjá 10. bekk og skólaprófin hjá 8. og 9. bekk. Þó það sé ágætt að fá tilbreytinguna er tíminn frekar lengi að líða þegar setið er yfir þriggja tíma prófi þá gengur vísirinn akkúrat ekki neitt.
Miðvikudaginn 9. maí eru samræmdu prófin búin og þá er brunað með allan hópinn í Þórsmörk og gist í tvær nætur. Auðvitað ætla ég að skella mér með, ég hef verið umsjónarkennari krakkanna í alls þrjú ár og vil endilega skemmta mér með þeim í síðasta sinn, því þessar ferðir eru bara skemmtilegar.
Svo styttist auðvitað í utanlandsferðirnar mínar þannig að ég hef nóg til að hlakka til. Set bara fjölskylduna á pásu þangað til
Er hundfúl út í Kennarasambandið, sótti um sumarbústað í júlí og prófaði að sækja um allar vikurnar til að meiri líkur væri að fá hann. En nei, nei, fékk neitun. Veit ekki alveg eftir hverju er farið, ég hef kennt í sjö ár og aldrei fengið bústað. Fúl félagasamtök!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 14:25
Geisp
Síðustu helgi fór ég með saumó í sumarbústað og gistum við í eina nótt. Við vorum sem betur fer ekki alveg dauðar úr öllum æðum, vöktum lengi og sulluðum. Nú er kominn miðvikudagur og ég er enn þreytt eftir helgina... þannig finn ég að ég er ekki 21 árs, tekur lengri tíma að jafna sig eftir svona skemmtilegheit en áður. En þessi ferð var vel þess virði að fá bauga fyrir og verður vonandi endurtekin sem fyrst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)