Öskudagur

Var að lesa stórfenglega bók, Flugdrekahlauparinn, hef sjaldan lesið annað eins listaverk. Hún snerti mig gífurlega og vakti mig til umhugsunar um hvað lífið er sumum erfitt, bara vegna þess að þeir fæddust ekki á rétta staðnum eða með réttan litarhátt. Hún sýnir líka hvað sönn vinátta er mikils virði. Gat ekki lagt hana frá mér. Mæli með þessari bók. Fyrst ég er byrjuð á þessu þá mæli ég líka með Viltu vinna milljarð. Hún er líka yndisleg

Vaknaði eldsnemma í morgun, dóttlan vakti mig og í sameiningu var búin til 1 stk. Sandy (úr Grease). Hlynur átti gamlan mótorhjólaleðurjakka sem daman fór í, við settum rúllur í hana, spreyjuðum fullt af hárspreyi og máluðum. Svo var farið í stutt pilsSmile hún var rosa fín.

Ég er bara í venjulegum fötum, hef varla jafnað mig eftir að ég var eini kennarinn sem mætti í náttfötum í vinnuna (og það á afmælisdaginn minn) þegar það var svona náttfataþema. Þann dag var frekar óþægilegt að vera á kaffistofunniUndecided Þannig að þetta verður ekki endurtekið (amk ekki á þessum vinnustað!

Hafið það gott í dag, Ýr 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady-Dee

Hahahaha.. Ýr þú ert sko snillingur! Minnir mig bara á dansinn þinn á bjórkvöldinu á sviði Hótel Sögu;) og þegar þú fórst inn á sviðið í vitlausu atriði og svona..

lov jú

d.

Lady-Dee, 21.2.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband