Eitt og annað

Fór í bíó í gær með kallinum, á Letters from Iwo Jima, ekta stríðsmynd. Ástæðan fyrir því að þessi mynd var fyrir valinu er sú að Hlynur er mikill Clint Eastwood aðdáandi. Eftir myndina sem var frekar löng, þá ákvað ég að næst yrði farið á KONUMYND. Já ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég fer á stríðsmynd og miðað við það var hún alveg ágæt. Rosalega vel gerð og góður leikur, en kannski ekki alveg mitt áhugasvið...

Við Þórir erum komin á ról, fyrir liggur að taka húsið í gegn, nenni því engan veginn. Skrítið hvað draslið er fljótt að koma, sérstaklega þegar það er aldrei neinn heima! Man þegar ég var stelpa þá var gjörsamlega alltaf drasl í herberginu mínu, kenndi þá oft fjarskyldum ættingjum um að hafa draslað til, það gæti ekki verið að það væri allt eftir migHalo

Fer svo eftir hádegi að horfa á Aðalbjörgu keppa í sundi. Hún er að keppa á KR mótinu sem er stórt og flott mót. Hún keppti í einni grein í gær og stóð sig vel. Svo skemmtilega vill til er að Kolbrún hennar elsta og besta vinkona er líka að keppa á þessu móti (með Breiðabliki, Aðalbjörg er Afturelding) svo þær vinkonur hlakka mikið til að hittast. Það er gott þegar það er enginn metingur á milli vina, aðalmálið að gera sitt besta og hafa gaman.

Það mættu eflaust margir Íslendingar minna sig á það að öfundast ekki út í náungann frekar að samgleðjast fólki þegar því gengur vel og gera sitt besta hverju sinni. Þá held ég að við náum innri ró og séum sátt við okkur sjálf. Því það er það sem skiptir máli í lífinu, eða er ekki svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næst er að taka Meðalholtið í gegn Ýr mín.

Sif sætafrænka 

sif (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: agnes

híhíhí ég kannast við þetta með draslið í herberginu mínu í gamla daga. Það var samt aldrei nokkurn tímann mér að kenna - þessir gestir tóku bara aldrei til eftir sig. Mig minnir líka að herbergið þitt á Hlíðarveginum hafi oft á tíðum verið skrautlegt  Af hverju ætli við höfum haldið áfram að bjóða svona fólki í heimsókn?

agnes, 25.2.2007 kl. 09:28

3 identicon

Eg vissi ekki ad du vaerir komin med sidu skvis. Dad er gott ad geta fylgst med der lika..:)

Olof 

Olof Bjornsdottir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband