1.3.2007 | 09:13
1. mars
Já dagurinn í dag er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þetta er auðvitað bjórdagurinn, fyrir 18 árum að mig minnir var leyft að selja bjór á Íslandi. Merkilega stutt síðan. Svo er búið að lækka matarskattinn niður í 7% og munar um minna. Bónus, sem er aðalbúðin mín, lækkaði fyrir viku og ég sé á strimlinum að afslátturinn er einhver. Ég borgaði u.þ.b. 1000 kr. minna fyrir vörurnar í síðustu innkaupum en ég hefði átt að gera. Og síðast en ekki síst, það er útborgunardagur!! Fínt þegar allur peningurinn fer ekki í vísareikning eins og síðast, eftir jólin....
Fín mæting í saumaklúbbinn í gær. Gaman að hitta þessar kellur. Við erum svo ólíkar en samt allar svo skemmtilegar Það gerir lífið bara skemmtilegra, það væri leiðinlegt ef við öll værum steypt í sama mótið. Ég get varla hugsað þá hugsun til enda....
Athugasemdir
Skál fyrir bjórnun! Ég hef mjög gaman af því að segja frá þessu á erlendri grundu. Sérstaklega í DK. 1. mars 1989 lengi lifi byltingin!!
d.
Lady-Dee, 2.3.2007 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.