6.3.2007 | 13:51
Þolinmæði þrautir vinnur allar:)
Jæja, ég þori ekki öðru en að blogga, Dögg vinkona mín vaktar mig og ég lofaði henni og ég er nú ekki vön að svíkja loforð!!
Lítið annars að frétta af mér síðastliðna daga. Helgin var fín, rólegheit föstudags - og sunnudagskvöld en aðeins fjörugra á laugardagskvöldið er svona enn að jafna mig því ég get lítið sofið daginn eftir djamm og þarf nokkra daga til að vinna upp tapaðan svefn. Eins gott að ég verði búin að jafna mig fyrir afmælishelgina næstu helgi, þá verð ég á Örkinni að láta sjana við mig, t.d. fæ ég nudd. Þetta verður alveg geggjað.
Keypti mér miða á tónleika Sálarinnar og gospel sem verða í Fríkirkjunni 6. apríl. Mig hefur svo langað á hina tvo en ekki verið nógu snögg að hugsa, loksins þegar ég hef ætlað að kaupa miða þá hafa þeir verið búnir eða ég upptekin við annað. Hlakka mikið til því ég er mikill aðdáandi Sálarinnar og Stebba Hilmars.
Morgundagurinn verður svo örlagaríkur fyrir mig, þá fer ég... segi betur frá því síðar, en NB það er tengist ekki heilsufari mínu svo ekki hafa neinar áhyggjur.
Nóg í bili, eins og þið sjáið er ég frekar andlaus. Tjá Ýr
Athugasemdir
Er verið að reyna að drepa mann úr forvitni eða hvað?
Hvað er með allar þessar dularfullu vísbendingar? Ertu ólétt eða ertu að fara að gifta þig eða ætlarðu í framboð eða nýja vinnu eða hvað er eiginlega í gangi?
Hvenær fær maður að vita? 
agnes, 6.3.2007 kl. 15:59
Nákvl halló!! Veðja á atvinnuviðtal;)
Lady-Dee, 6.3.2007 kl. 18:38
Maður giftir sig ekki á miðvikudögum Agnes og ég læt þig um framboðsmálin... þú manst Guðni minn
það er eitthvað tengt...
Ýrin, 6.3.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.