Vandræðaleg atvik

Þeir sem að þekkja mig vita að ég get oft verið ansi misheppnuð. Einu sinni var sagt við mig að myndin Pure luck hefði verið samin um mig. Það er margt til í þessu. Því verð ég að segja frá einu sem kom fyrir mig í gær. Ég var að fara yfir skóladagatalið með nemendum mínum (sýndi það í skjávarpa) og var greinilega ekki búin að koma við takkaborð tölvunnar í einhvern x tíma. Byrjaði þá ekki myndasýning eins og kemur eftir vissan tíma. Fyrsta myndin var af mér kasóléttri með kúluna út í loftið.... Blóðrauð slökkti ég á skjávarpanum en umsjónarnemendur mínir hlógu mikið. Frekar vandræðalegt...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekta þú, hehe he vildi að ég hefði séð þetta. En þú ert svo frábær eins og þú ert Ýr mín.

kv. Herdís

herdis (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband