11.3.2007 | 15:39
Árinu eldri
Já þá er ég orðin árinu eldri. Merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst ég vera nýbúin að eiga afmæli en það eru víst 365 dagar síðan! Afmælisdagurinn var alveg frábær og á gaul karlsins mikinn þátt í því. Hann átti nefnilega að mæta í kóræfingabúðir á Hótel Örk í gærmorgun og svo plönuð árshátíð um kvöldið. Hann var svo sætur að kaupa handa mér heilnudd á heilsuhælinu sem var mjög vel þegið síðan fór ég í pottinn og fékk mér að borða heilnæmt grænmetisfæði (finnst ég reyndar eitthvað skrítin í maganum, kannski það fylgi). Eftir þetta dúllerí fór ég upp á hótel og slakaði á. Klukkan 20 hófst síðan árshátíðin og á henni var mikið stuð og mikið sungið. Seint í nótt dröttuðumst við svo í bælið ánægð eftir vel heppnað kvöld.
Gaman að eiga svona afmælisdaga, þurfa ekkert að gera sjálfur og vera meira að segja betri í skrokknum á eftir
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið skvísa
Kv.Bryndís Baldv.
Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 23:37
Til hamingju með daginn elskan, frábær afmælisdagur hjá þér...knus Olof
Olof Bjornsdottir, 12.3.2007 kl. 16:30
OHHHHKÓSÝ MAÐUR VERÐUR BARA ABBÓ!
I og co (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.