15.3.2007 | 08:16
Lasarusar
Því miður virðist þessi hel.. flensa vera komin á heimili mitt. Þórir greyið er fárveikur, var með 40°í morgun og er ansi slappur. Ég vonaði nefnilega að við myndum sleppa í þetta sinn, við mæðgurnar fengum eitthvað smotterí sem varla er hægt að tala um en svo er kallinn reyndar eftir. Vona innilega að hann sleppi, því hann er eins og flestir kallar þegar þeir verða veikir, óþolandi. Á svo bágt og enginn hefur orðið jafn veikur hvorki fyrr né síðar. Ég er ekki sú þolinmóðasta við hann, er ágæt við hann fyrsta daginn en svo reyni ég að halda mér sem mest að heiman Veit að sumar konur súpa hveljur núna og finnst ég vera ansi vond en inn á milli er ég líka góð við hann
Nk. laugardag er okkur boðið í partý, þriðja helgin í röð sem eitthvað er að gerast. Merkilegt hvað allt kemur í einu og þess á milli er ekkert að gerast. Vona að við komumst bæði en það fer allt eftir heilsufarinu á litla manninum.
Úti snjóar og snjóar. Kannski að ég komist á skíði um páskana með Aðalbjörgu. Langar svo að hún kynnist skíðaíþróttinni sem því miður hefur lítið verið hægt að stunda sl. ár. Vil frekar hafa snjó yfir vetrartímann heldur en rok og rigningu eins og er hér svo oft núorðið. Þá er svo hreint og bjart yfir öllu og öllum, því það er bara hressandi að festa sig einhvers staðar og púla til að losa bílinn maður getur amk oft hlegið af því seinna meir. Því kýs ég snjó á veturna og sól á sumrin, ekki þessa endalausu rigningu, sumar, vetur, vor og haust!
Athugasemdir
Knúsaðu Þóri sæta frá okkur KÝ... Ég er sammála með sumar, vetur, vor og haust hér er orðið árstíðarlaust!
d.
Lady-Dee, 15.3.2007 kl. 14:28
Já þá er bara að koma á Krókinn á skíði alltaf velkomnar til okkar.
Kv. I
Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.