Góður dagur

Þrátt fyrir skafrenning og kulda er ég ansi ánægð með daginn, enn sem komið er. Var að koma úr frábærri ferð. Ég og fjölbrautahópurinn minn í íslensku fórum upp að Gljúfrasteini og skoðuðum hús skáldsins, því undanfarnar vikur höfum við verið að lesa Íslandsklukkuna. Ferðin tókst stórkostlega, gaman að fara með svona flottan hóp, allir áhugasamir og ánægðir með tilbreytinguna. Ekkert vesen, ég naut bara þess að skoða húsið sem og hinir. Þessi heimsókn sýnir t.a.m. hvað unglingar eru frábært fólk, þeir eru kurteisir, skemmtilegir og heilsteyptir. Þau skilaboð mættu þeir fá oftar, ekki bara neikvæð sem mér finnst því miður allt of algeng.

Annars er Þórir að verða frískur en kallinn var eitthvað að kvarta yfir eymslum í hálsi í morgun. Úbbosí...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband