Jói litli

Í gær eignuðumst við stórfjölskyldan lítinn son og bróður. Hann heitir Joao Eduardo, fæddur 26. september 1997 og er frá Mósambík. Já við urðum loksins SOS styrktarforeldrar. Jói litli er mjög sætur strákur og erum við stolt af því að eiga þátt í því góðri framtíð honum til handa.

Undur og stórmerki gerðust líka í dag, ég og Dóra kláruðum hópverkefni fyrir Námsefnisfræðina, sem við eigum að skila á mánudaginn. Við erum semsagt búnar og öll helgin eftir. Yndisleg tilhugsun að hafa ekki verkefnið yfir sér um helgina. Þetta er ekki vanalegt hjá mér sem er vön að vinna allt undir pressu. Kannski að ég sé að breytast á gamals aldri?Happy

Hafið það gott um helgina. KnúsKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady-Dee

TIl hamingju með soninn;) líst samt betur á Þóri sem væntanlegan tengdason, íslenskt já takk:) og til hamingju með að vera búin með verkefnið! Mitt mottó er að vinna aldrei um helgar!! og það hefur svei mér þá bara að mestu staðist í vetur:D

d.

Lady-Dee, 24.3.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband