27.3.2007 | 11:41
Vor eða vetur?
Í gær hélt ég að það væri komið vor. Sólin skein í heiði og fuglarnir sungu. Í morgun var byrjað að snjóa, fljúgandi hálka á leið í vinnuna og hjartað í buxunum þegar þangað var komið. Það er greinilegt að við búum á Íslandi, erfitt að treysta á veðrið!
Vikan er hlaðin skemmtilegum atburðum, alltaf gaman að hafa eitthvað til að hlakka til. Á morgun hitti ég mömmuklúbbinn, stelpur sem áttu börn á sama tíma og ég. Við hittumst mjög reglulega í fæðingarorlofinu en eftir að við fórum allar að vinna hefur lífsgæðakapphlaupið tekið við og erfiðara að finna tíma til að hittast með börnin. Annað kvöld er svo UB40 saumaklúbbur nokkurra kennslukvenna úr Garðaskóla sem er eins og nafnið gefur til kynna allar undir 40 (þangað til 18. maí. Á fimmtudagskvöldið er svo árshátíð nemenda, skyldumæting fyrir alla, kennara og nemendur. Gaman að sjá krakkana prúðbúna og skemmtiatriðin þeirra eru alltaf frábær. Þegar ballið byrjar hjá þeim verð ég komin undir sæng heima, því auðvitað verða nemendurnir að skemmta sér án mín
En stóra spurningin er, er vetur eða vor??
Ýrin
Athugasemdir
ég vil vor:)
Aðalbjörg (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:16
vor á austurlandi eins og er
agnes, 30.3.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.