Netið

Það er ótrúlegt hvað ég er orðin háð tölvunni og internetinu. Nú um helgina lá netsamband niðri í sveitinni og ég skoðaði t.d. póstinn minn ekkert. Mér fannst þetta frekar óþægilegt og eyddi löngum tíma í að reyna að laga sambandið en ekkert gekk.

Í raun og veru hefði ég aldrei trúað því að ég yrði svona háð þessu apparati. Ég man nefnilega þegar ég var í 9. bekk í Kópavogsskóla og það var boðið upp á tölvuval. Það voru ekki margir sem völdu það heldur var vélritun náttúrulega miklu sniðugara valLoL Margar stelpur, þar á meðal ég, fussuðum og sveiuðum og skildum ekkert í þessum örfáu strákum sem nenntu að sitja við þessi ferlíki.

Ég kynntist internetinu ekki að ráði fyrr en í Kennó ca. 1998. Þar var áfangi sem kenndi okkur aðeins inn á þessa nýju tækni. Fór hún misvel í fólk eins og gerist og gengur.

Í dag nota ég Netið mjög mikið og þakka fyrir það margoft. En spáiði í það hvað er stutt síðan að ekkert Net var en samt lifði maður þá ágætis lífi og saknaði ekki t.d. tölvupóstsins sínsHappy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband