18.4.2007 | 22:58
Nostralgía
Var að koma af frábærum tónleikum Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu. Söng með öllum lögunum og rifjaði upp í leiðinni minningar tengdar þeim. Gaman að þekkja lögin sem spiluð eru fyrir mann, það fer að vera sjaldgæfara. Frábærir tónlistarmenn tóku þátt í afmælistónleikunum með þeim, t.d. Sylvía Nótt, sem stóð sig sem betur fer vel, ég er nefnilega orðin frekar þreytt á henni en hún ofgerði ekkert núna.
Man þegar ég sá Síðan skein sól fyrst, það var 1988 á jólaballi í Kópavogsskóla (vá ég er alltaf að tala um gamla skólann minn, spurning um að fara að stefna að reunioni!!). Þar spiluðu þeir semsagt og héldu upp frábærri stemmningu. Eftirminnilegra er þó eftir ballið þegar við í vinahópnum vorum fyrir utan skólann og hljómsveitarmeðlimir komu út. Þá tók Helgi Kartöflulagið með okkur, taldi það ekki eftir sér. Þá hitti hann beint í mark Við Soffía, gamla vinkona, héldum mikið upp á Helga, hinar stelpurnar voru ekki sammála okkur en við héldum okkar striki, okkur fannst hann sexí! og Soffía, ef þú lest þetta.... hann er ennþá soldið flottur!!!
Athugasemdir
Va hvad eg hefdi viljad fara a thessa tonleika. var ekki frabaer stemning. eg man alveg thegar sssol spiladi i kopavogsskola, en eg hef greinilega ekki verid a rettum stad thegar helgi song med ykkur. ha ha
svava (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 09:56
OHHH, ég hefði sko líka verið til!! ég tel mig muna eftir karföflulaginu... var ég ekki þarna líka, þú sem manst allt?
agnes, 19.4.2007 kl. 13:10
19 á síðan ... gvuuud hvað við erum orðnar gamlar. Verð nú að viðurkenna að ég var búin að gleyma þessu jólaballi en þetta rifjast allt saman upp við lesturinn, komst eiginlega bara í stemmninguna og alles. Var reyndar ekki búin að gleyma hvað Helgi var í miklu uppáhaldi og sexí ... gott að heyra að hann hafi ennþá smá sjarma, hefur fundist hann e-ð svo sjúskaður undanfarið. Væri sko alveg til í að fara á tónleika með Síðan skein sól ... Ýr þú lætur mig vita næst
soffia (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:44
Ó ég fór og það var bara æði. Skemmti mér konunglega. Rifjuðust upp margar góðar minningar.
Bryndís B (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.