28.4.2007 | 10:27
Törn
Næstu daga verður meira en nóg að gerast. Á mánudaginn skila ég lokaverkefni upp í HÍ sem ég er nánast búin með, á miðvikudaginn byrja samræmdu prófin hjá 10. bekk og skólaprófin hjá 8. og 9. bekk. Þó það sé ágætt að fá tilbreytinguna er tíminn frekar lengi að líða þegar setið er yfir þriggja tíma prófi þá gengur vísirinn akkúrat ekki neitt.
Miðvikudaginn 9. maí eru samræmdu prófin búin og þá er brunað með allan hópinn í Þórsmörk og gist í tvær nætur. Auðvitað ætla ég að skella mér með, ég hef verið umsjónarkennari krakkanna í alls þrjú ár og vil endilega skemmta mér með þeim í síðasta sinn, því þessar ferðir eru bara skemmtilegar.
Svo styttist auðvitað í utanlandsferðirnar mínar þannig að ég hef nóg til að hlakka til. Set bara fjölskylduna á pásu þangað til
Er hundfúl út í Kennarasambandið, sótti um sumarbústað í júlí og prófaði að sækja um allar vikurnar til að meiri líkur væri að fá hann. En nei, nei, fékk neitun. Veit ekki alveg eftir hverju er farið, ég hef kennt í sjö ár og aldrei fengið bústað. Fúl félagasamtök!!
Athugasemdir
búuuuuu mig langar að fá þig í sumarbústað austur þið verðir þá bara að finna góða helgi til að koma í húsmæðraorlof til mín!
Og hehe heldurðu að krakkarnir taki með sér bjór í Þórsmörkina og sæki þá aftur ef kennararnir fjarlægja þá?!??
agnes, 28.4.2007 kl. 20:26
Ég er enn að reyna að fá bústað fyrir austan! Nei Agnes, ég hugsa að það verði engir svo hugmyndaríkir og þornir eins og sumir voru fyrir langa löngu
Ýrin, 29.4.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.