Domo og Boston

Gærkvöldið heppnaðist mjög vel. Ég fékk mér lax og hörpuskel og súkkulaðiköku í eftirrétt. Maturinn var mjög góður og þjónustan frábær. Það er heldur ekki hægt að segja annað en maður hafi borgað fyrir hana, frekar dýr staður en góður!

Eftir það gengum við Laugarveginn og fórum á nýjan pöbb sem heitir Boston, sem er í sama húsi og Stútnik. Þar sátum við í smá stund, ágætis staður með fólki á aldrinum 25 + en svolítið blúsaður. Ekki mikið lagt upp úr innréttingum sem er að mínu mati í góðu lagi. Var komin heim um 2 ánægð með lífið og tilveruna.

En hvað er eiginlega með þessi nöfn í dag, ég veit ekki betur en að við eigum fullt af góðum og gildum íslenskum orðum. Þetta fer rosalega í taugarnar á mér, þegar venjulegir staðir á Íslandi, sem eru ekki einu sinni í útrás, geta ekki heitið íslenskum nöfnum.

Ýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband