11.5.2007 | 23:04
xÞórsmörk
Frábært í Þórsmörk Vorum í Húsadal í fallegu veðri en á kvöldin var frekar kalt... fékk m.a.s. frunsu eftir fyrra kvöldið og kenni kuldanum um. Hef ekki fengið frunsu síðan ég fékk stóru frunsuna sælla minninga um árið og er hún enn í manna minnum (a.m.k. minntist Dunna vinkona á hana þegar ég sagði henni frá þessari).
114 krakkar voru með í för og voru frábærir í alla staði. Auðvitað sváfu þeir lítið sem ekkert, ég hefði nú eiginlega orðið fyrir vonbrigðum með þau hefðu þau sofið mikið... Er samt í hálfgerðu áfalli eftir að ég fattaði það að það eru 17 ár síðan ég var í Þórsmörk í sama tilgangi og þau, útskriftarferð vegna loka grunnskóla. Ótrúlega mörg ár síðan....
Nóg að gera á morgun. Vilborg sæta frænka er að útskrifast úr Listaháskólanum sem myndlistarkona og verður með sýningu í gömlu kartöflugeymslunum. Hlakka mikið til að sjá verkin hennar og eins að koma í geymsluna, hélt alltaf þegar ég var lítil að Grýla ætti heima þarna. Spurning hvort ég sjái ummerki eftir hana. Svo kýs ég auðvitað á nýjum kjörstað en er samt í sama kjördæmi og áður. Júróvisjon er á sínum stað og kosningasjónvarpið. Er nú hálffúl yfir að Eiki bleiki komst ekki áfram. Ég var nefnilega hæstánægð með lagið. En svona er lífið!
Kjósið nú rétt á morgun, Ýr
Athugasemdir
Hæ hæ frænka, fann bloggið þitt hjá Ragnhildi og vildi að sjálfsögðu kvitta fyrir innlitið:) GAt ekki skrifað í gestabókina, veit ekki afhverju.
Mun kíkja oftar við hjá þér, gaman að fylgjast með sínum, sérstaklega þegar maður hittist svona rosalega sjaldan
kv Dagrún frænka
Dagrún Fanný (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:54
Sæl elsku frænka.
Audvitad verdur madur ad kvitta fyrir kíkkid á síduna.Til hamingju med Vilborgu gamanad vera útskrifast:)Kvedja til hennar .Ég hitti Bjarka og Tóru á studmannaballinu um daginn í køben ,tad var voda gaman ad sjá tau og ballid nátturulegafrábært.
Bestu kvedjur Gurra danmörku
Gurra frænka (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.