Róleg og góð helgi

Þessi helgi hefur verið sérstaklega róleg. Á föstudags- og laugardagskvöld fór ég snemma í rúmið og horfði á Grays í tölvunni, geggjaðir þættir. Þeir voru það eina sem ég saknaði við að hafa ekki áskrift af S2, kannski umhugsunarefni hmmmmCrying

Fór í fermingarveislu sonar æskuvinkonu minnar sem haldin var á Valhöll. Flott veisla og gaman að hitta gömlu vinkonurnar, alltaf hægt að spjalla endalaust við þær enda fór það svo að ein bauð okkur heim annað kvöld í áframhaldandi spjall. Við hittumst líka alltof sjaldan því tvær af þessum stelpum búa úti í Englandi. En þegar við hittumst er alltaf gaman!Smile

Eftir fermingarveisluna var afmæli Elfu haldið hér hátíðlega. Daman orðin sex og m.a.s. komin með 2 fullorðinstennur!

Annars er kallinn búinn að vera veikur síðan á miðvikudaginn. Greyið ber sig ansi aumlega, er auðvitað þreyttur á því að hanga inni. Hann hélt því nú fram hér um árið þegar við kynntumst að hann væri sjaldan veikur. Annað hefur nú komið á daginn, kannski að ég veiki allt kerfið hjá honumCool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan!  Til hamingju með fórsturdóttirina, kisstu hana til hamingju með afmælið frá okkur;)

Þú veikir hann ekkert elskan hann er bara að venjast því að láta góða konu sína dekstra sig í veikindum hihi.  Vonandi finnur hann heilsuna SB sagði mér að hann væri lasin.

Kv. I og co

Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 23:47

2 identicon

hæ hæ elsku ýr,

ekkert smá gaman að hittast um helgina. fannst leidinlegt að þurfa að fara svona snemma heim á mánudeginum.  en vonandi sjáumst við sem fyrst.

kvedja

svava

svava (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband