Heim á ný

Jæja þá er ég loksins komin heim eftir samtals 3 vikur í útlöndum! Fríið var algjört æði, sól og hiti allan tímann og allir frískir og hressir. Samt alltaf gott að koma heim í sitt umhverfi og svo ekki sé talað um rúmið og sængina.... ummm

Íbúðin sem við fengum á Spáni var mjög góð, staðsetningin alveg við ströndina og svo ca. 25 mín. gangur að miðbæ þar sem fínt tívolí var. Við garðinn var líka sundlaugargarður sem við notuðum meir en ströndina, því þó það sé notalegt að liggja á ströndinni þá er þessi sandur óþolandi inn um allt og út um alltBlush

Við leigðum bílaleigubíl í 3 daga og fórum í helstu garða og moll á þeim tíma. Svo vorum við auðvitað í anda Reynis Péturs, gengum um allt og skoðuðum okkur um. Við Hlynur héldum í einfeldni okkar að við hefðum lést eitthvað en bjórinn sem sötraður var daglega sá um að svo var ekkiUndecided

Svo skemmtilega vildi til að stelpa sem vann með mér í sjoppunni í gamla daga býr þarna í bænum og vorum við aðeins í sambandi við hana og hennar fjölskyldu og systur hennar sem var þarna í heimsókn. Þau þekkja staðinn eins og handarbakið á sér og græddum við á því. Fórum t.d. á skemmtilega strönd fyrir krakka sem var með leiktækjum úti í sjónum en höfðum ekki hugmynd um hana fyrr en þau sögðu okkur frá. Þessi strönd var algjör paradís fyrir krakkana og var erfitt að ná þeim niður af leiktækjunum eftir 2 tíma úti í sjónum. Aðalbjörg fékk líka eyrnabólgu eftir ævintýrið og skildist mér á lækninum að það sé algengt eftir mikinn sjó og sund í útlöndum.

Við komum heim seint og um síðir aðfararnótt sunnudags eftir seinkun (auðvitað...). Fyndið að sjá muninn milli flugvalla á Spáni, ég fékk tax free þarna og var fylgt í lögreglufylgd að tollaranum. Ég mátti bara fara ein og fyrst hélt ég á glasinu hans Þóris en var á punktinum snúið við og þurfti að skilja það eftir. Tollarinn stimplaði á miðann, talaði auðvitað bara spænsku og svo þarf ég að senda hann til Madrídar. Miðað við þegar við vorum út í Barcelona þá var tax freeið ekkert mál og m.a.s. upphæðin sem kaupa þarf fyrir lægri en á Alicante. Það virðist vera að þeir vilji að útlendingar sleppi þessu sem ég veita að margir geri út af frumleika og óþægindum.

Þórir er loksins kominn inn á leikskóla, reyndar ekki þann sem ég sótti um, en ég er samt ánægð. Var farin að sjá fram á þvílíkt vesen því börn fædd í nóvember og desember eru enn ekki komin inn. Svo er bara að krossa fingur og vonast eftir því að hann fái aðlögunina á tíma sem hentar mér en leikskólastjórinn var nú ekki mjög bjartsýn með það....

Ýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband