Ísland, best í heimi!

Langt síðan að ég skrifaði síðast, samt er nú engin gúrkutíð hjá mérSmile

Vikurnar síðan ég kom heim hafa verið yndislegar. Veðrið hefur gjörsamlega leikið við mann, man ekki eftir öðru eins sumri hér á landi. Þó það hafi rignt aðeins í dag þá var hlýtt.  Nú nýt ég þess í tætlur að vera í fríi og dúlla mér með börnunum mínum. Við erum úti mest allan daginn, förum í sund, vökvum trén og hoppum á trampólíninu. Þetta eru forréttindin við það að vera kennari, hef lítið kynnst því áður, vegna sumarvinnu.

Júlímánuður hefur flogið áfram. Fyrst fór ég í brúðkaup Berglindar vinkonu og Jóns Freys. Þau giftu sig 07.07.07 eins og fleiri og dagurinn var hreint út sagt æðislegur. Brúðhjónin voru stórglæsileg og veislan mjög skemmtileg. Eftir það kíkti ég til Ingibjargar vinkonu sem býr á Sauðárkróki og naut þess að vera með vinkonu minni og hennar fjölskyldu sem gerist því miður alltof sjaldan nú til dags. Á morgun er svo stefnt á enn eitt ferðalagið, fer austur á firði og verð í bústað í viku. Kallinn er reyndar heima, erfitt að fá frí þegar maður eins og hann er sjálfs síns herra. Ég hlakka til að fara austur, þar er margt að skoða og einnig á ég frændfólk sem verður heimsótt. Veðurspáin er reyndar ekki girnileg en ég vona bara það besta.

Það gerast auðvitað enn ótrúlegustu hlutir hjá mér eins og vanalega en alltaf enda þeir vel að lokum eins og þeir vita sem þekkja mig að þeir gera alltaf þrátt fyrir að ég sé mikill hrakfallabálkur. T.d. um daginn þá fórum við hjónaleysin í göngutúr til hestanna okkar sem eru hér rétt fyrir neðan. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég að lyklarnir voru týndir. Ég þræddi túnin gjörsamlega og gerði mig að algjöru fífli því fólkið sem býr við hliðina á þeim stóð greinilega ekki á sama um þessa konu sem skreið eftir túninu. En lyklana fann ég ekki þrátt fyrir mikla leit. Svo daginn eftir er mér litið út um eldhúsgluggann heima hjá mér, sé ég þá ekki lyklana þar beint fyrir utan! Týpískt fyrir mig.

Nokkrum dögum seinna grillaði ég hamborgara ofan í liðið og undir lokin hafði ég grillið hálfopið. Haldið þá ekki að gasið hafi klárast, hundurinn nýtti sér auðvitað tækifærið og fékk sér þrjá borgara í kvöldmat, ansi ánægð með sig. Frúin var ekki jafn ánægð en sem betur fer átti ég tvo í frystinum svo enginn fór svangur í rúmið. Hundurinn samt saddasturLoL

Hafið það gott hvar sem þið eruð, knús Ýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku frænka.

Tad er engin lognmolla kringum tig frekar en fyrridaginn:)

Höfud fjölskyldunnar er í heimsókn hjá mér í dk. og er ad njóta í botn.

Segist reyndar vera í Wellness híhí.

Bestu kvedjur hédan.knús Gurra

Gudrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 08:37

2 identicon

Hæ, hæ frænka

Datt inn á síðuna þína af síðunni hennar Gurru. Ég er viss um að það sé yndislegt að vera svona í fríi í sveitinni eins og þú. Ég er sammála þér að það séu forréttindi. Það væri gaman að fara að hitta þig frænka.

Kveðja,

Ragnhildur

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 22:59

3 identicon

JÁ ALLTAF NÓG AÐ GERA HJÁ YKKUR ELSKURNAR.  ÉG SEGI BARA TAKK FYRIR KOMINA Í PÖSSUNAR FRÍIÐ ÞAÐ VAR ÓTRÚLEGA MIKIL HJÁLP Í ÞVÍ AÐ FÁ YKKUR.   Hey ég á líka frænku sem heitir Guðrún Hauksdóttir (systir pabba)

sí jú darling.

Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 10:39

4 Smámynd: Lady-Dee

Hæ elsku Ýr mín:) Alltaf gaman að lesa sögurnar þínar:p meira meira;) fer að heimsækja þig í sveitina ekki veitir af þar sem dóttir mín virðist vera orðin hrædd við hesta

knús

d.

Lady-Dee, 30.7.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband