Ágúst

byrjaður og mér finnst sumarið gjörsamlega hafa flogið áfram. Ég hef verið út um hvippinn og hvappinn í allt sumar og telst það til að hafa ekki verið heima hjá mér í heila viku í sumar... aldrei verið svona öflug í flakkinu.

Austfirðirnir voru yndislegir. Veðrið var milt og gott, ekkert sólbaðsveður en fínt til að ferðast í. Við skoðuðum margt og mikið, skoðuðum t.d. tvo fossa sem þurfti að ganga brattar brekkur að og bjargaði þeim að ég var með bakpoka sem Þórir var settur í og var þá móðirin fær í flestan sjó. Fyrri fossinn heitir Hengifoss, er þriðji hæsti foss á Íslandi og er gönguleiðin upp að honum ansi skemmtileg. Stundum þurfti reyndar að ýta á eftir mér að aftan og halda í höndina að framan en allt þetta gekk þetta nú upp. Seinni fossinn heitir Fardagafoss og var tekið fram að gönguleiðin upp að honum væri auðveld. Ég veit ekki hvort það telst auðvelt að hanga í keðjum til að komast að fossinum eins og við þurftum að gera, en við vorum þó sammála um það að gaman væri að fara á bak við hann, skrifa nafnið sitt í gestabókina og vera í þessari ævintýraför.

Margar sundlaugar voru prófaðar (Egilsstaða, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar) og hafði sundlaugin á Eskifirði vinninginn. Hún er reyndar kölluð efnalaugin af gárungunum eftir lekann í fyrra. Vopnafjarðarvélin var sú rómantískasta, þar er ekkert rafmagn og í myrkri er víst allt lýst upp með kertaljósum.

Hreindýraborgarinn var algjör snilld á Búllunni (og nb. við sáum hreindýr á leiðinni austur sem er víst ekki mjög algeng sjón) og fiskisúpan á Borgarfirði eystri bráðnaði í munninum. Svo var auðvitað grillað í bústaðnum fínar steikur. Ætli aðhaldið byrji ekki bara þegar ég fer að vinna, nenni lítið að huga að því í sumarfríinu, passa enn í örfáar flíkurWink

Nú styttist í að drengurinn byrji í aðlögun, förum á þriðjudaginn eftir viku og þá hefst skólaganga hans. Vonandi fer hún vel með kallinn minn, annars er mömmunni að mætaCool

Ýr

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl essga..gaman að hitta þig við lónið, þið hafið tekið svipaðan túr og við og skemmt ykkur ámóta vel:) Sammála með Eskifjarðarlaugina en við tókum ekki hreindýrið á Búllunni..gerum það bara næst. Fiskisúpan fór líka vel í ferðafélagana eftir að hafa hossast allan Loðmundarfjörð..

Jófríður (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:43

2 identicon

Takk fyrir innlitið, svo er það bara húsmæðraorlof á Reyðarfirði í september!

agnes (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband