Sjónvörp

Sl. sunnudag ,,dó" sjónvarpið mitt til ellefu ára. Ég keypti ódýrasta tækið þegar ég var ófrísk af Aðalbjörgu, 21" Kolster tæki og kostaði það þá um 35 þús. krónur (sést hvað tækin hafa lækkað). Nú voru góð ráð dýr, afnotagjaldið yrði ekki borgað nema nýtt sjónvarp yrði keypt. Það keyptum við svo í dag sem og dvd/videotæki því mitt 23 ára video er nefnilega nýlega ónýtt. Sjónvarpsleysið háði mér sosum ekkert en tilhugsunin við að hafa ekkert sjónvarp var óbærileg... Nú erum við semsagt komin með 37" tæki, dugar ekkert minna fyrir stóra fjölskylduWink

Var mjög dugleg í dag, tók herbergið hans Þóris alveg í gegn, breytti því og bætti við. Nú er það orðið rosalega flott, sem og tómstundaherbergið þar sem sjónvarpið er í er allt að koma til. Þar vantar bara herslumuninn þannig að við verðum fullkomnlega sátt við það. Færði einnig auka ísskápinn úr því yfir í þvottahúsið. Ansi gott að vera með auka ísskáp t.d. þegar veislur eru og svo maður tali ekki um til að geyma bjórinnGrin

Nú legg ég svo á og mæli um að fólk fari að drífa sig í sveitina til að heimsækja frúna (t.d. þeir sem eru alltaf á leiðinni), því húsið er að verða mjög flott hjá okkur!

Sjáumst þegar við náumst, Ýr

P.s. ég er búin að greiða afnotagjöldin...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja sjónvarpið og dvd tækið:-)

Nú verð ég að fara að kíkja á þig.... ef þú ert þá heima, hahaha

 kv. Herdís

herdis (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 10:09

2 identicon

Tillykke med nýju tækjin.Nei ad hafa ekki sjónvarp er martröd fyrir mig er med 3 stk. og á von á fleirrum híhí.Bestu kvedjur úr sólinni frá Gurru sem er alltaf á leidinni:)

Gurra frænka (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband