Fréttir af mér og mínum

Ýmislegt að gerast þessa dagana í mínu lífi. Litli strákurinn minn er orðinn leikskólastrákur. Kláraði aðlögun í gær og er því orðinn fullgildur. Allt gekk að óskum í sambandi við aðlögun, leikskólakennararnir eru mjög ánægðar með snáðann og segja hann ótrúlega duglegan miðað við aldur. Ég sem hélt að hann væri svo háður mér en sé nú að það er öfugt. Mér finnst mjög erfitt að skilja hann eftir, við höfum auðvitað verið límd saman í allt sumar svo það liggur við að mér finnist ég vera að missa af einhverju.

Stóra duglega stelpan mín varð ellefu ára síðastliðinn sunnudag og var fjölskylduafmælið haldið hátíðlegt á þriðjudaginn. Í það mættu rúmlega 30 svo að ég veit ekki alveg hvernig fermingin verður þegar að þeim tíma kemur, það tengjast þessari skvísu svo margir. Ég held svei mér þá að stelpan sé að verða unglingur, á óskalistanum var að fá pening, föt eða snyrtivörur! Ég man þegar ég var á þessum aldri þá var ég enn í hensongallanum og spáði lítið í annað en að leika mér og var alveg sama um hvernig ég leit út.

Og síðast en ekki síst þá er ég byrjuð að vinna á nýjum vinnustað, Lágafellsskóla. Það leggst mjög vel í mig, sé samt að mig langar til að breyta ýmsu sem ætti ekki að vera erfitt því ég er það sem kallað er fagstjóri í íslensku og ræð því heilmikluSmile En ég er eins og margir þegar þeir byrja á nýjum stað, get ekki sofnað, bæði út af stressi og hugmyndum sem flæða um kollinn. Reyndar lagði ég mig yfir Bráðavaktinni áðan svo það skýrir líka það að ég er enn vakandi. Vonandi breytist þetta því ef ég fæ ekki minn svefn þá er ég nú fljót að verða geðvond og þá er voðinn vísLoL

Ýr kennslukona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju med börnin og med nýja starfid elsku frænka.

30 manns á hátíd dömunnar tad er slatti finnst mér.Ertu til í ad skila kvedju til Sifjar frænku minnar,gaman væri ad heyra frá henni.

Var ad setja fullt af myndum á bloggid mitt frá sumrinu.Kíktu endilega.Gangi tér svo vel í nýja starfinu skil tetta med ad geta ekki sofnad vegna hugmynda púuufff hvad ég skil tad.

Bestu kvedjur gurra

Gurra jyderupdrottning (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband