30.8.2007 | 22:15
Kennó
Já svei mér þá, hlustaði á fréttir áðan og ein fjallaði um dauða Díönu prinsessu. Uppgötvaði þá að það ERU TÍU ÁR síðan ég byrjaði í Kennó og kynntist fullt af frábæru fólki. (Andlát prinsessunnar var mikið til umræðu fyrst í skólanum, þess vegna man ég þetta, ok ég veit að ég er skrítin).
Skólinn var sá skemmtilegasti í heimi, man kannski ekki mikið hvað ég lærði en guð minn góður hvað ég hló mikið og skemmti mér.
Sé aldrei eftir að hafa farið í þetta nám, ég nýt starfsins míns, hvað sem síðar mun koma í ljós og ég eignaðist góða vini fyrir lífstíð. Það er sko bónus sem aldrei verður tekinn!
Kem með smábrot úr einu laginu úr árshátíðaratriðinu okkar (Out of a luck)
Okkar síðasta ár
og því fellum við tár
því ég veit upp á hár, að ég mun sakna þín
Kennó ég kveð og kennara með,
oft var vistin ógeð
En nú er geim osfrv...
Með betri minningum
Athugasemdir
Sammála. Kennó árin voru frábær. Man ekki heldur mikið af því sem við lærðum, en það hefur samt nýst manni vel.... Ótrúlegt að það séu 10 ár síðan að við kynntumst Ýr mín. Mér finnst ég hafa þekkt þig alla ævi:-)
kv. Herdís
Herdís (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:37
Frábært ad eiga svona gódar minningar frá námsárunum Ýr mín.
Ad ég tali ekki um ad tú ert ad njóta tín svo vel í tessu starfi.Gæti alveg hugsad mér ad vera nemadi hjá tér híhí.knús Frænka danmörku
jyderupdrottningin (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:26
... ég fæ kast:) lov jú tú...
Lady-Dee, 2.9.2007 kl. 01:02
Hæ Ýr frænka.
Mikið er gaman og uppörvandi að lesa þetta þar sem ég er að fara í háskólann á MORGUN!!! tíhí. Smá svona hnútur í maga og þannig ;) enn verður eflaust rosa gaman
kv frænka
Dagrún Fanný (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:15
KENNÓ ROKKAR!
Hæda (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.