24.9.2007 | 17:23
Tunglið
Mér var ekki boðið til tunglsins þessa helgi en fór þrátt fyrir það aðeins upp í móti. Hafði það notalegt í kjaftagangi.
Fann það í dag að ég gæti aldrei verið yngri barna kennari. Var í forföllum í einn tíma hjá 3. bekk og var gjörsamlega búin eftir það. Þolinmæðið þarf greinilega að vera endalaus hjá þessu litlu krúttum. T.d. fór einn að gráta því hann gleymdi nestinu heima og í nestinu var engin bók þannig að rithöfundurinn ég sauð saman eitt gott ævintýri. Sambland af Hlyna kóngssyni, Rauðhettu og Kiðlingunum þremur. Allir þögðu og hlustuðu. Þetta var í morgun og síðan hef ég verið þreytt:)
Blakæfing á eftir, fyrsti í átaki. Ætli þetta sé ekki þrítugasti ,,fyrsti" í átaki hjá mér á þessu ári, svei mér þá. Klikka alltaf
Athugasemdir
híhí kannast við þetta! bæði með börnin og átakið Fór í body pump í síðustu viku eftir 2ja vikna leti og mér er ennþá illt í handleggjunum núna eftir 5 daga!!! Segir manni eitthvað um núverandi vöðvastyrk
agnes (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:33
ertu ad byrja i blaki aftur en frabaert. thu munt an efa syna snildartakta. hvada lid ert thu ad aefa med. eg fae kannski ad kikja a aefingu thegar eg verd naest a landinu.
hafdu tad sem allra best. sendu mer nyja e-mailid thitt
kvedja svava
svava (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:08
.. hæ sæta... maður er alltaf þreyttur að kenna og já mest á yngsta stiginu:p
ég er loksins byrjuð að blogga aftur..
Gangi þér vel í átakinu þínu ég er alveg með þér í þessu sko:p
Lady-Dee, 27.9.2007 kl. 22:58
Svava, ég vona að þú sjáir þetta! Mailið mitt er yr@lagafellsskoli.is
Ýrin, 2.10.2007 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.