Blak

Jamm og jæja, þá er keppnisdagurinn afstaðinn. Við spiluðum 5 leiki, töpuðum 4 og gerðum eitt jafntefli. Þó svo þetta líti ekki sérlega vel út hef ég það okkur til afsökunar að við höfum æft saman í 1 mánuð á meðan hin liðin hafa spilað í amk. eitt ár. En mikið rosalega var þetta gaman og lærdómsríkt. Ég er ótrúlega ánægð með að ég dreif mig loksins í blak, búin að langa í mörg ár. Gaman að hafa annað áhugamál en að horfa á sjónvarpið á kvöldin....

Ég er líka svo asskoti ánægð með að ég er greinilega íslenskur íþróttamaður í húð og hár, með afsakanir á reiðum höndum ef illa gengur. Þá er ég greinilega á réttri leiðLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá þér! og alveg nauðsynlegt að hafa "útskýringarnar" á reiðum höndum líka

Agnes (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband