Þreytt...

Vá hvað ég er búin á því núna. Var að koma heim eftir að hafa verið með ball í Lágafellsskóla því ég sé um nemendaráðið þar! Þurfti m.a.s. að sleppa blakinu mínu í kvöldFrown Ballið tókst hins vegar mjög vel, sjaldan eða aldrei mætt fleiri nemendur. Við fengum tvo rappara til að troða upp og í rúmlega klukkutíma sá ég alla nemendur með hægri höndina upp dansa við tónlistina (alltaf lærir maður eitthvað nýtt!). Danstónlistin tók síðan við. 

Satt best að segja er ég samt ánægðust með að ballið sé búið, þið vitið hvernig þetta er ef maður er að skipuleggja eitthvað stórt þá er alltaf smá hnútur í maganum þangað til hluturinn er búinn. Nú er semsagt algjört spennufall hjá mér!

Svo er náttúrulega enn ein helgin að koma sem betur fer. Hún verður tekin rólega, fer t.d. á tónleika hjá duglegu dóttlunni og stefni síðan á að slaka á. Langur vinnudagur að baki, tæpir 16 tímar. Svona koma tarnirnar öðru hvoru, þið kannist eflaust flest við þær.

Hafið það gott elskurnar, Ýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband