12.11.2007 | 09:27
Þórir minn tveggja ára:)
Þessi flotti kall er orðinn tveggja ára gamall, átti afmæli í gær. Stöðug veisluhöld voru frá 14 - 19 og stóð afmælisbarnið sig með prýði Hann fékk fullt af flottum gjöfum og þökkum við kærlega fyrir þær. Það sem auðvitað skiptir samt mestu máli var að hitta ættingja og vini sem samglöddust afmælisbarninu og fjölskyldu.
Reyndar munaði mjóu að ekkert afmæli yrði haldið. Þórir byrjaði með upp og niðurgangspest aðfararnótt laugardags, ég t.d. var vel fyrir barðinu á því, fór tvisvar í sturtu um nóttina. Þrátt fyrir þessar ógöngur ákvað ég að fara til Stykkishólms og keppa í blaki. Það var mjög gaman en fátt um sigra, en lærdómurinn fínn. Á leiðinni í bæinn fór mér að líða eitthvað illa og endaði með því að bílstjórinn þurfti að stoppa bílinn á Kjalarnesi og þar byrjaði ég að gubba og hélt því áfram fram á nótt. Um það leyti sem ég var að verða góð byrjaði svo kallinn! Já pælið í ástandi á einum bæ. Hef samt smá húmor fyrir þessu, sérstaklega að af okkur þremur, hver haldiði að hafi verið veikastur??? Rétt svar, kallinn... liggur enn í bælinu að drepast, greyið mitt gráa.
Hafið það gott, Ýr
P.S. sjáið hvað drengurinn líkist móður sinni á myndinni, með síma í báðum. Kann á þessu réttu tökin og eitt enn, Aðalbjörg er eins og ég þegar hún talar í síma, gengur um gólf eins og henni sé borgað fyrir það. Segið svo að uppeldið borgi sig ekki
Athugasemdir
Takk fyrir glæsilegt afmælisboð í gær :) Best að commenta nú hjá þér fyrst að þú veist að ég les þetta...Bestu kveðjur til ykkar
Þóra (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:41
Eplin falla sem sagt ekki svo langt frá eikinni á þínum bæ Það er nú ágætt þar sem ýmsa góða siði er að sækja í þessa eik! Annars innilega til hamingju með drenginn, hann er alveg hrikalega myndarlegur og besti vinur minn síðan hann tók svona ástfóstri við skósafnið mitt!
agnes, 12.11.2007 kl. 22:37
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIS KRÚSLUNA BABY! OKKUR/MIG ;) LANGAÐI SVO TIL AÐ KOMA Í AFMÆLISKAFFIÐ en er kannski pínu ánægð með að vera ekki í hættu á að fá gubbu og drullu hhhii veit ekki um margt verra en það ojjjjjjjjjj. VIð komum í sveitina allavega þegar við komum næst mega krúttin ykkar.
Love I og co.
Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 12:53
Sæl elsku frænka.
Til hamingju med drenginn, mikid er hann gladlegur eins og mamman er tad ekki annars????Ég fekk líka flensu á íslandi og enn ekki ordin gód tvílikar bakteríur.;)
Bestu kvedjur hédan frá jyderup.
knús Gurra
Gurra danmörku (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 18:35
Hæ hæ
Takk fyrir síðast, þetta var að vanda mjög flott afmælisveisla hjá ykkur. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, 2 ár síðan við áttum. Hlakka til að sjá ykkur í afmæli hjá Bríeti um helgina.
kv. Herdís
Herdís (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.