23.11.2007 | 13:58
Jólahlaðborð
Já nú er hægt að segja að jólin séu að nálgast! Ég er hvorki meira né minna en að fara á tvö jólahlaðborð þessa helgi! Í kvöld með Lágafellsskóla á Hótel Ísland á George Michael sýninguna og á morgun austur á Selfoss með vinnunni hans Hlyns. Þá gistum við m.a.s. á hótelinu Ég hlakka mikið til beggja kvöldanna, hef heyrt að sýningin sé mjög skemmtileg á Íslandinu og svo er ekki leiðinlegt að fara með kallinum útúr bænum eina nótt. Það er eitthvað sem við gerum allt of sjaldan. Svo virðist vera að um hverja helgi fram að jólum sé eitthvað að gerast, eins gott að maður hafi tíma til að kaupa jólagjafir...
Knús og góða helgi, Ýr
Athugasemdir
en hvernig er næsta helgi skvísó? minns er í bænum og ætla helst að hitta ALLA!
agnes, 27.11.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.