29.11.2007 | 10:42
Veðramót og Harðskafi
Já við hjónaleysin skelltum okkur í bíó sl. þriðjudag á Veðramót. Við vorum búin að heyra bæði gott og slæmt um hana þannig að við fórum við engar væntingar. Okkur fannst hún hreint út sagt frábær, snerti mann mikið og leikurinn var góður. Hlynur sagði nú að Hilmir Snær og Atli Rafn væru nú bara að leika sjálfa sig, kærulaus ljúfmenni en ég sel það ekki dýrara en ég keypti.
Kláraði líka Harðskafa, nýju bókina hans Arnaldar, um daginn. Hún fjallar að mestu leyti um Erlend og hans rannsóknir. Þessi bók rann ljúflega í gegn, hélt mér við efnið. Eins og aðrar bækur Arnaldar er hún vel skrifuð.
Ég mæli svo sannarlega með þessu tvennu og ekki skemmir að hvoru tveggja er eftir íslenska höfunda. Íslenskt, já takk
Ýr
Athugasemdir
Blessuð Ýr mín
Ég var að uppgötva síðuna þína - gaman að lesa og fylgjast með :)
Stefnum svo á Garðask.hitting í janúar...
Kveðja, Magga
Magga (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.