6.12.2007 | 22:34
Jólastúss
Já það er ekki hægt að segja annað en það sé mikið stúss þessa dagana. Jólahlaðborð á morgun, kökubasar hjá sunddeild Aðalbjargar á laugardaginn, þá á einnig að finna jólatré fyrir leikskólann hans Þóris og Sara er að fara að syngja í Ráðhúsinu. Á sunnudaginn á ég síðan að keppa, Aðalbjörg að spila í Brautarholtskirkju og Hlynur að syngja á sama stað. Semsagt ekki mikil hvíld um helgina... En svona eru víst flestar helgar hjá okkur mannfólkinu í desember, ekki satt?
Þetta er líka fyrsti desembermánuður sem ég hef upplifað sem kennari að hafa ekki prófstress, þau byrja ekki fyrr en í janúar í Lágafellsskóla! Ég er hlynnt því, sleppa nemendum og fjölskyldum þeirra við aukið álag, það er víst nóg samt!
Og nota bene, mér finnst yndislegt að hafa þessa snjóföl sem er, þá verður miklu bjartara og jólalegra.
Athugasemdir
Já það er ekki annað hægt að segja en það sé nóg að gera.
Ég fór einmitt síðustu helgi að horfa á Örnu R frænku sem er 5 ára syngja í Hafnarborg í Hafnarfirði. Það var svo hátíðlegt að horfa á þess uppáklæddu strumpa þenja raddböndin og hreinlega glóa af stolti yfir frábærri frammistöðu.
Yndislegur mánuður :)
Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.