Trampólínið

fauk meðal annars í óveðrinu á föstudaginn. Það átti ekki að geta gerst, búið að festa það með 16 auka steypustyrktarjárnum, en jú það fauk og endaði hér neðst í lóðinni á hvolfi. Sem betur fer skemmdi það ekkert. Það er ansi langt síðan að ég hef upplifað annað eins veður og svei mér þá held ég að ég hafi aldrei keyrt sjálf í svona veðri. Skólahald féll líka niður víðast hvar t.d. á mínum vinnustað og var ég komin heim kl. 10 með börnin mín, höfðum það kósí, nema þegar ég fór út að bjarga tramólíninu þá var ég ansi blaut, hárið á mér var blautara eftir rigninguna heldur en eftir sturtuna, sver það.

Næturvaktin var mikið í tækinu um helgina og vá hvað ég er búin að hlæja mikið. Var búin að heyra að þetta væru fyndnir þættir en hefði aldrei getað ímyndað mér snilldina. Georg er frekar óþolandi týpa, Daníel luri og Ólafur Ragnar wannabí gæi. Merkilegt hvað þessir þættir endurspegla íslenskt samfélag. Mæli svo sannarlega með því að fólk noti jólin til hláturs og horfi á Næturvaktina, ég mun pottþétt gera það aftur!

Annars er jólastússið allt í réttum farvegi eins og sagt er, pantaði jólakortin í gær og er búin að kaupa slatta af jólagjöfum um helgina. Bara nokkrar gjafir eftir, þar á meðal til Hlyns, sú erfiðasta.

Ýr

P.S. Hlynur segir að ég sé að stæla Ólaf Ragnar með nýju hárgreiðslunni, gæti verið eitthvað til í því en verst er að ég var ekki búin að sjá Næturvaktina áður en ég klippti migSmileHappy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband