Jólalegt í sveitinni

DSC00004

 Jólin eru búin að vera yndisleg í alla staði. Við vorum þrjú í gær, borðuðum humarsúpu í forrétt og krónhjört í aðalrétt, æðislega gottSmile Í dag var ég fyrst með jólaboð fyrir fjölskylduna mína og svo fórum við til tengdó í kvöld. Ég gæti ekki verið meira södd!

Hér eins og annars staðar hefur kyngt niður snjó í dag, æðislega jólalegt. Feðgarnir fóru í smá snjósleðaferð eins og sést á myndinni og var Þórir mjög hrifinn. Ætli hann verði ekki eitthvað í jaðaríþróttum eins og pabbi hans var og föðurbróðir, það kæmi mér ekki á óvart...

Gleðileg jól og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Þakka allt gamalt og gott á liðnum árum

Jólaknús,

Ýr

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og gleðilegt árið.

Sé að þið hafið haft það gott um hátíðina.

Bara fyndin, en við borðuðum krónhjört og humarsúpu sem smakkaðist sérlega vel á gamlárs....

Jólakveðja

Bryndís og co

Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband