Laugardagslögin

Jæja í kvöld ræðst hver fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í vor. Við fjölskyldan höfum fylgst með þáttunum og þótt þeir ágætis fjölskylduskemmtun. Það finnst greinilega fleirum því þátturinn var mældur um daginn vinsælasti sjónvarpsþáttur á Íslandi þrátt fyrir að margir viðurkenni ekki að horfa á hann. Íslendingar eru svo fyndnirCool

Keppnin er orðin ansi hörð sérstaklega á milli Júróbandsins og hópsins hans Gillznagger. Ég spái Gillznagger og félögum sigri, ekki það að mér finnist það besta lagið (er hrifnust af Gula hanskanum og laginu hennar Ragnheiðar Gröndal) heldur hvort sem fólki líkar betur eða verr þá kjósa unglingarnar það sem og lagið er ansi grípandi. M.a.s. Þórir syngur með viðlaginu eins og ekkert sé!

Sjáum hvort ég verði sannspá...

Ýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband