31.3.2008 | 18:00
Berlín beibí
Já þá er komið að því! Er að fara aftur til Berlínar um helgina í gaulferð Karlakór Kjalnesinga sem Hlynur er í ætlar að troða þar upp og kerlunum er boðið með.
Ég skoða gengi evrunnar á hverjum degi og blóta því jafn oft. Ekki vegna þess að ég er með erlent lán (erum með íslenskt) heldur því ég sé fram á að geta ekki verslað eins mikið og ég ætlaði mér. Hlyni finnst ég frekar fyndin.
Þar sem hann er einnig í hljómsveit kórsins verður gítarinn tekinn með út. Spurning hvort ég fái hann ekki lánaðan og fari út á næsta horn með hatt og gauli eitthvað. Kannski að H og M fái þá frekar að njóta nærveru minnar!
Athugasemdir
Hæ elsku frænka.
Ædislegt ad vera fara til Berlínar...Ég verd í nágreninu eda tannig er ad fara í fjórda skiptid á stuttum tíma til Magdeburg....Ekki af tví ég eigi vidhald tar heldur ad kaupa efni í húsid... Fylli bílinn og keyri svo heim...Getur verid ad ég kíkji í sömu ferd til Póllands;)
Er ad hugsa um frænkuheimsóknina í haust Hvad segir tú um tad???
kv Gurra
Gudrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:08
Hæ hæ
Góða skemmtun í Berlín. Njóttu þess í botn, ég er ekkert smá öfundsjúk, þrái að fara út þessa dagana.
kv. Herdís
Herdís (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.