19.4.2008 | 22:44
Já ég held
að vorið sé komið Fór í morgun að horfa á Aðalbjörgina mína keppa í sundi og gekk henni að óskum. Eftir að ég kom heim gerði ég ansi margt. Fór út að hjóla með Aðalbjörgu og Nótt, teymdi Elfu og Söru á hesti og síðast en ekki síst þá skellti ég mér á hestbak!! Og m.a.s. að eigin frumkvæði! Því síðan ég datt af baki fyrir 4 árum hef ég verið ansi rög. Útreiðatúrinn gekk vel og Hlynur hjólaði samferða mér svo það er hægt að segja að við höfum bæði verið ,,í túr"...
Í kvöld gengum við svo til vinahjóna okkar hér í götunni með allan krakkaskarann og grilluðum við saman í góða veðrinu og höfðum það kósí. Kallarnir skelltu sér síðan á hestbak og ég sit hér með eina brjálaða bínu sem ég bjó sjálf til Fæ smá flashback til Benedorm hér um árið þegar ég var 19 og drakk hana í stríðum straumi og var kölluð fyrir vikið; ,,crasí bín"
Eru kannski smá sannleikskorn í því??
Ýrin í sumarskapi
Athugasemdir
Dugleg að fara á bak! Ég skellti mér einmitt á hestanámskeið síðasta sumar fyrir þá sem hafa skelfst á baki, var geðveikt gaman...
Vííí sumarið er sko að koma.......LOKSINS
Já svei mér þá ef þú ert ekki soldið brjálaða bína hehe
Dagrún Fanný (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.