This is my life

Vá hvað Friðrik og Regína voru æðisleg í kvöld. Það kom mér alls ekki á óvart að við kæmumst áfram, flutningur þeirra var óaðfinnanlegur, þau sungu svo vel og voru með mikla útgeislunSmile 

Þetta minnti mig á þegar Selma söng 1999 og við Dögg vinkona vorum á leið í 25 ára afmæli. Eftir að hún hafði lokið söngnum vorum við með það á hreinu að við myndum skora hátt sem svo varð! Við gátum ekki hugsað okkur að missa af stigagjöfinni og mættum þ.a.l. allt of seint í afmælið - en auðvitað í rokna stuði. Auðvitað vorum við smá tapsárar yfir að hafa tapað fyrir sænsku gærunni, það er eins gott að það endurtaki sig ekki...

 

Ýr í júróstuði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elsku frænka og takk fyrir sídast.

Mikid var skemmtilegt ad fá ykkur í hófid hjá frú Frídu.

Fridrik og Regína voru bara rosalega flott og örugg med sig,Tad er rétt tau höfdu rosa útgeislun.Hefdi viljad sjá tau mikklu ofar í adalkeppninni.Tad voru reyndar svo mörg flott lög núna finnst mér.

Knús frá danaveldi.

Gurra frænka (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 06:59

2 identicon

Já þau stóðu sig rosalega vel. Hélt í alvöru að við myndum vinna núna:-)

Það var gaman að sjá þig í gær, kíki fljótlega á þig í sveitina.

 kv. Herdís

Herdís (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband