31.5.2008 | 18:08
Skagafjörður - frábær
Var að koma úr þriggja daga útskriftarferð 10. bekkinga um Skagafjörð. Þetta var nú aldeilis viðburðarrík og skemmtileg ferð í bongóblíðu
Við byrjuðum á því að fara í klettasig og ofurhuginn ég seig fyrst, guð minn góður hvað ég var hrædd í byrjun. Mundi ekki einu sinni hvort ég væri rétt-eða örvhent en þegar ferðin var byrjuð var þetta frábært! Krakkarnir fóru líka í leirdúfuskotfimi en ég komst ekki í það, þurfti að vera með einu hópi í klettasiginu því ekki gátu krakkarnir verið kennaralausir þar.
Daginn eftir fórum við í paintball, gaman að vera óþekkjanlegur í galla og skjóta á mótherjana... og svo fórum við á Siglufjörð. Þar sat ég í makindum mínum á kaffihúsi þegar Aðalbjörg hringdi og tilkynnti mér um skjálftann, ég hélt að hún væri að ímynda sér eitthvað...bjóst engan veginn við skjálfta frekar en aðrir Íslendingar
Í gærmorgun enduðum við síðan ferðina á því að fara í riverrafting. Geggjað í einu orði sagt og var toppurinn á skemmtilegri ferð. Þetta langar mig svo sannarlega að gera aftur og fara þá í ,,fullorðinsána" Þessi ferð verður ógleymanleg, þarna var ég að prófa ýmislegt sem ég hefði fyrir nokkrum mánuðum ekki getað ímyndað mér að ég færi í. Allt getur maður á gamals aldri
Nú styttist í að ég fari út, leigarinn kemur að sækja mig kl. 3 aðfaranótt föstudags (held ég hafi sjaldan eða aldrei farið svona snemma út á völl en við fljúgum kl. 6.30). Verð í Barcelona í þrjár nætur og í Montpellier í fjórar. Bara yndislegt!
Var bara myndarleg rétt áðan og setti sumarblóm í kerin mín svo að nú má sko sumarið fara að koma!!
Ýr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 22:34
This is my life
Vá hvað Friðrik og Regína voru æðisleg í kvöld. Það kom mér alls ekki á óvart að við kæmumst áfram, flutningur þeirra var óaðfinnanlegur, þau sungu svo vel og voru með mikla útgeislun
Þetta minnti mig á þegar Selma söng 1999 og við Dögg vinkona vorum á leið í 25 ára afmæli. Eftir að hún hafði lokið söngnum vorum við með það á hreinu að við myndum skora hátt sem svo varð! Við gátum ekki hugsað okkur að missa af stigagjöfinni og mættum þ.a.l. allt of seint í afmælið - en auðvitað í rokna stuði. Auðvitað vorum við smá tapsárar yfir að hafa tapað fyrir sænsku gærunni, það er eins gott að það endurtaki sig ekki...
Ýr í júróstuði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2008 | 08:42
Er rétt
að jafna mig eftir blakmótið síðustu helgi. Bæði að ná upp svefni og liðleika í kroppnum. Mikið rosalega var gaman á Ísafirði. Blak var spilað af fullum krafti og aðeins.... kíkt á lífið. Ísfirðingar mega sannarlega vera stoltir af skipulagningunni og móttökunum. Það sem setti strik í reikninginn var að við urðum verðurtepptar í 7 klst. Aðeins of mikið fyrir minn smekk en þetta reddaðist að lokum.
Er grasekkja þessa dagana. Hlynur skellti sér á tónleika til Þýskalands og hefur haft það dúndurgott í bongóblíðu og skemmtilegheitum.
Komst að því að margir, t.d. blogvinir mínir 3;), eru komnir inn á facebookina og eru því hættir að láta sjá sig hér. Ég er líka eitthvað að rembast þar en er greinilega ekki eins inn í þessu og aðrir. Svo það kemur bara í ljós hvernig fer!
Ýrin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2008 | 22:44
Já ég held
að vorið sé komið Fór í morgun að horfa á Aðalbjörgina mína keppa í sundi og gekk henni að óskum. Eftir að ég kom heim gerði ég ansi margt. Fór út að hjóla með Aðalbjörgu og Nótt, teymdi Elfu og Söru á hesti og síðast en ekki síst þá skellti ég mér á hestbak!! Og m.a.s. að eigin frumkvæði! Því síðan ég datt af baki fyrir 4 árum hef ég verið ansi rög. Útreiðatúrinn gekk vel og Hlynur hjólaði samferða mér svo það er hægt að segja að við höfum bæði verið ,,í túr"...
Í kvöld gengum við svo til vinahjóna okkar hér í götunni með allan krakkaskarann og grilluðum við saman í góða veðrinu og höfðum það kósí. Kallarnir skelltu sér síðan á hestbak og ég sit hér með eina brjálaða bínu sem ég bjó sjálf til Fæ smá flashback til Benedorm hér um árið þegar ég var 19 og drakk hana í stríðum straumi og var kölluð fyrir vikið; ,,crasí bín"
Eru kannski smá sannleikskorn í því??
Ýrin í sumarskapi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 22:13
Strumpur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 18:00
Berlín beibí
Já þá er komið að því! Er að fara aftur til Berlínar um helgina í gaulferð Karlakór Kjalnesinga sem Hlynur er í ætlar að troða þar upp og kerlunum er boðið með.
Ég skoða gengi evrunnar á hverjum degi og blóta því jafn oft. Ekki vegna þess að ég er með erlent lán (erum með íslenskt) heldur því ég sé fram á að geta ekki verslað eins mikið og ég ætlaði mér. Hlyni finnst ég frekar fyndin.
Þar sem hann er einnig í hljómsveit kórsins verður gítarinn tekinn með út. Spurning hvort ég fái hann ekki lánaðan og fari út á næsta horn með hatt og gauli eitthvað. Kannski að H og M fái þá frekar að njóta nærveru minnar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2008 | 01:06
Fréttir
Já það er aldeilis margt drifið á daga mína síðan síðast! Ég varð t.d. 34 á dögunum (ótrúlegt hvað tíminn líður hratt) og hélt fermingarveislu í fyrsta sinn sem lauk nú fyrir ca. tveimur tímum. Undirbúningurinn hófst á mánudaginn með tiltekt, í gær byrjaði ég að undirbúa matinn. Arnþór hans Hlyns fermdist í Kópavogskirkju í morgun og auðvitað mættum við í kirkjuna með þó nokkur fiðrildi í maganum. Sem betur fer gekk allt vel þar, í raun betur en við þorðum að vona. Á leið frá kirkjunni tókst Þóri mínum að detta á hausinn og fékk að launum tvö spor í ennið. Ég var ekki beint með þolinmæði að bíða á Slysó og eftir að gera ALLT eins og mér fannst. En allt gekk auðvitað upp að lokum með góðri samvinnu okkar í fjölskyldunni. Maturinn heppnaðist æðislega vel og allir voru sælir og saddir þegar þeir fóru eftir vel heppnaða veilsu. Arnþór minn stóð sig eins og hetja, tók vel á móti öllum, spilaði fyrir gestina en undir lokin sá maður að hann var alveg búinn á því. Fermingarveilsan hjá mömmu hans var fyrri partinn og svo hjá okkur í kvöld. Langur dagur fyrir hann.
Það er mjög ,,kennaravænt" að ferma á skírdag, fyrst hefur maður nokkra daga til undirbúnings án þess að vera líka að stressa sig í vinnunni og svo tekur yndislegt frí við. Það verður virkilega þægilegt að vakna á morgun og þurfa ekkert sérstakt að gera, því í sannleika sagt hef ég lítið annað hugsað sl. daga en um mat og fermingu, hvernig raða eigi hinu og þessu og frameftir götunum. En nú sit ég bara með góðri samvisku með fæturna uppá borði og sötra bjór og hef það virkilega notalegt.
Gleðilega páska, knús Ýr
P.s. Vilborg flottasta frænka mín er 24 ára í dag, 21. mars. Til hamingju með daginn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2008 | 08:37
Sleep-over
Það er ekki hægt að segja annað en lítið hafi verið sofið um helgina, ekki vegna skemmtanalífs heldur vinnu. 10. bekkur fékk að hafa sleep - over á föstudagskvöldið í skólanum og ég og önnur vorum á vaktinni. Ætli við höfum ekki sofið samtals í 2 tíma þessa nóttina, verð ábyggilega alla vikuna að ná upp svefninum, orðin svo gömul!
Fór á 27 dresses í gærkvöldi með Aðalbjörgu, mjög fín stelpumynd. Vorkenndi hálfpartinn þessum örfáu karlmönnum sem voru á henni, efast um að þeir hafi haft jafnmikla ánægju af henni og við stelpurnar.
Hvernig er þetta annars með veðrið? Hélt fyrir viku að vorið væri að koma en nú sést ekki út, snjór á öllum gluggum og skafrenningur úti. Þetta er án efa mesti snjór sem hefur komið síðustu 10 ár.
Vinnuvikan hefst á morgun og allir á heimilinu orðnir frískir. Þórir fer loksins í leikskjólann eftir að hafa verið heima í viku með strepta og háan hita. Verð nú að játa það að þessi endalausu veikindi reyna vel á... en nú er bjart framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008 | 10:57
Lasarus
Jæja ég var greinilega ekki sannspá með Júróvision en ég er sátt með úrslitin. Ég fór í Júróvisionpartý og kaus þar 3 lög, sem lentu í fyrstu þremur sætunum. Nokkuð sátt með það
Nú er Þórir minn enn og aftur kominn með hita. Þriðji dagurinn hans með háan hita. Hann er ljúfur og góður hérna heima en vill helst horfa... upprennandi sjónvarpssjúklingur. Eins og Aðalbjörg hefur alltaf verið hraust þá er hann að taka þetta út fyrir börnin mín. Telst til að dagurinn í dag sé fimmti dagurinn á þessu ári sem ég er heima með hann og samt hefur tengdó leyst okkur líka af. Já vonandi tekur hann þetta út núna og verður hraustari með aldrinum.
Ýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2008 | 08:06
Laugardagslögin
Jæja í kvöld ræðst hver fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í vor. Við fjölskyldan höfum fylgst með þáttunum og þótt þeir ágætis fjölskylduskemmtun. Það finnst greinilega fleirum því þátturinn var mældur um daginn vinsælasti sjónvarpsþáttur á Íslandi þrátt fyrir að margir viðurkenni ekki að horfa á hann. Íslendingar eru svo fyndnir
Keppnin er orðin ansi hörð sérstaklega á milli Júróbandsins og hópsins hans Gillznagger. Ég spái Gillznagger og félögum sigri, ekki það að mér finnist það besta lagið (er hrifnust af Gula hanskanum og laginu hennar Ragnheiðar Gröndal) heldur hvort sem fólki líkar betur eða verr þá kjósa unglingarnar það sem og lagið er ansi grípandi. M.a.s. Þórir syngur með viðlaginu eins og ekkert sé!
Sjáum hvort ég verði sannspá...
Ýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)