18.4.2007 | 22:58
Nostralgía
Var að koma af frábærum tónleikum Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu. Söng með öllum lögunum og rifjaði upp í leiðinni minningar tengdar þeim. Gaman að þekkja lögin sem spiluð eru fyrir mann, það fer að vera sjaldgæfara. Frábærir tónlistarmenn tóku þátt í afmælistónleikunum með þeim, t.d. Sylvía Nótt, sem stóð sig sem betur fer vel, ég er nefnilega orðin frekar þreytt á henni en hún ofgerði ekkert núna.
Man þegar ég sá Síðan skein sól fyrst, það var 1988 á jólaballi í Kópavogsskóla (vá ég er alltaf að tala um gamla skólann minn, spurning um að fara að stefna að reunioni!!). Þar spiluðu þeir semsagt og héldu upp frábærri stemmningu. Eftirminnilegra er þó eftir ballið þegar við í vinahópnum vorum fyrir utan skólann og hljómsveitarmeðlimir komu út. Þá tók Helgi Kartöflulagið með okkur, taldi það ekki eftir sér. Þá hitti hann beint í mark Við Soffía, gamla vinkona, héldum mikið upp á Helga, hinar stelpurnar voru ekki sammála okkur en við héldum okkar striki, okkur fannst hann sexí! og Soffía, ef þú lest þetta.... hann er ennþá soldið flottur!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2007 | 12:22
Netið
Það er ótrúlegt hvað ég er orðin háð tölvunni og internetinu. Nú um helgina lá netsamband niðri í sveitinni og ég skoðaði t.d. póstinn minn ekkert. Mér fannst þetta frekar óþægilegt og eyddi löngum tíma í að reyna að laga sambandið en ekkert gekk.
Í raun og veru hefði ég aldrei trúað því að ég yrði svona háð þessu apparati. Ég man nefnilega þegar ég var í 9. bekk í Kópavogsskóla og það var boðið upp á tölvuval. Það voru ekki margir sem völdu það heldur var vélritun náttúrulega miklu sniðugara val Margar stelpur, þar á meðal ég, fussuðum og sveiuðum og skildum ekkert í þessum örfáu strákum sem nenntu að sitja við þessi ferlíki.
Ég kynntist internetinu ekki að ráði fyrr en í Kennó ca. 1998. Þar var áfangi sem kenndi okkur aðeins inn á þessa nýju tækni. Fór hún misvel í fólk eins og gerist og gengur.
Í dag nota ég Netið mjög mikið og þakka fyrir það margoft. En spáiði í það hvað er stutt síðan að ekkert Net var en samt lifði maður þá ágætis lífi og saknaði ekki t.d. tölvupóstsins síns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 19:43
Andleysi
Er óvenju andlaus þrátt fyrir að vera nýkomin úr fríi.
Hvað er hægt að gera í því?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2007 | 22:55
Sál(mar) og Gospel II
Var að koma af tónleikunum, skellti mér með Sif frænku. Þeir voru hreint út sagt frábærir, gaman þegar maður hefur engar væntingar og það verður svo gaman
Tónleikarnir byrjuðu á því að einhver stelpa sem ég man ekki hvað heitir söng þrjá sálma. Hún gerði það mjög vel og án gríns, þá færðist friður og ró yfir mig. Lay Low tók við og var mjög góð. Því næst kom KK. Hann var svo yndislegur og tók þrjú lög eins og hinar, eitt var When I think of angels, I thing of you sem er með fallegri lögum sem samin hafa verið að mínu mati. Andrea Gylfa tók við og var skotheld eins og hún er vön og hún syngur enn vel þrátt fyrir nýjar tennur Tónleikunum lauk með einhverri frægri útlenskri gospelsöngkonu sem var flott eins og allir hinir en mér fannst KK og Andrea best.
Semsagt flottir tónleikar sem ég skemmti mér mjög vel á, en ég bíð enn eftir Sálinni og Gospel og passa mig betur næst þegar ég kaupi miða á tónleika Næstu tónleikar sem ég fer á verða með SS Sól í Borgarleikhúsinu 18. apríl og ég er nokkuð pottþétt að ég keypti miða á þá tónleika en ekki einhverja aðra....
Ýr
Bloggar | Breytt 7.4.2007 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 11:14
Sál(mar) og Gospel
Veit ekki alveg hvort ég á það þora að segja frá þessu... Þannig er mál með vexti að ég er mikill Sálaraðdáandi eins og áður hefur komið fram á þessari síðu og mér finnst gaman að fara á tónleika. Um daginn (NB hábjartan dag) skrapp ég inn á Midi.is og sá að tónleikar með þeim og Gospelkórnum voru framundan. Án þess að hugsa mig tvisvar um keypti ég tvo miða hæstánægð með mig.
Skoðaði miðana í fyrradag, á þeim stendur Sálmar og Gospel. Já ég þarf greinilega að læra að lesa betur og klára orðin. Ég er mikið búin að hlæja að þessu síðan en sit samt sem áður uppi með tvo miða á atburð sem mig langar lítið á. Svo ef einhver hefur áhuga, endilega hafið samband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 10:58
Jamm og jæja
Er að fara í sumarbústað á eftir, ligga lái. Verð í tvær nætur með vinkonum mínum og börnum. Þetta hljómar bara vel Borða, spila, sötra, sofa (ábyggilega í þessari röð)
Fór í brúðkaupspartí í gær, ein vinnuvinkona mín gifti sig á föstudagskvöldið og bauð vinunum í partí í gær. Mjög skemmtilegt og persónulegt, mikið stuð og mikið gaman. Kom heim á skikkanlegum tíma, er kannski að verða skynsamari með aldrinum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 22:07
Skattskýrsla...
Púff, var að senda inn skattskýrsluna mína. Mjög fegin að vera búin með hana, þetta er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri, dreg hana alltaf fram á síðustu stundu.
Þórir minn var hjá lækni í dag, fer í rör eftir viku og ef til vill verða nefkirtlarnir teknir líka. Vonandi fer þá gæinn minn að verða frískari. Eyrnabólguvesen orðin frekar þreytt lumma. Annars bara allir í góðu skapi, styttist í páska og svona fínerí
Ýr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 11:41
Vor eða vetur?
Í gær hélt ég að það væri komið vor. Sólin skein í heiði og fuglarnir sungu. Í morgun var byrjað að snjóa, fljúgandi hálka á leið í vinnuna og hjartað í buxunum þegar þangað var komið. Það er greinilegt að við búum á Íslandi, erfitt að treysta á veðrið!
Vikan er hlaðin skemmtilegum atburðum, alltaf gaman að hafa eitthvað til að hlakka til. Á morgun hitti ég mömmuklúbbinn, stelpur sem áttu börn á sama tíma og ég. Við hittumst mjög reglulega í fæðingarorlofinu en eftir að við fórum allar að vinna hefur lífsgæðakapphlaupið tekið við og erfiðara að finna tíma til að hittast með börnin. Annað kvöld er svo UB40 saumaklúbbur nokkurra kennslukvenna úr Garðaskóla sem er eins og nafnið gefur til kynna allar undir 40 (þangað til 18. maí. Á fimmtudagskvöldið er svo árshátíð nemenda, skyldumæting fyrir alla, kennara og nemendur. Gaman að sjá krakkana prúðbúna og skemmtiatriðin þeirra eru alltaf frábær. Þegar ballið byrjar hjá þeim verð ég komin undir sæng heima, því auðvitað verða nemendurnir að skemmta sér án mín
En stóra spurningin er, er vetur eða vor??
Ýrin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2007 | 20:06
SKIPSTJÓRI Í AFLEYSINGUM
Fékk þetta sent í tölvupósti, stóðst ekki mátið að setja inn á síðuna. Margt til í þessu!!
Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heim og hafði engu að sinna
Nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.
Hún sagði: Elskan þú þarft ekkert að gera,
Aðeins hjá börnunum að vera,
ég er búin að öllu, þvo og bóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
Maturinn er útbúinn allur í kistunni,
Aðeins að líta eftir öngunum átta
ylja upp matinn og láta þau hátt.
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa,
hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: ég þarf að pissa
vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: ég þarf að kúka!
þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður.
Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum
þvílíkt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarlífinu
öldinni stíga í ósjó og brælu
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,
en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta
en hún sagði elskan, þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum að vera.
Nú krakkarnir komnir í rúmið
kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumaheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta
Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur
og horfði yfir stofuna: hamingjan sanna
hér á að teljast bústaður manna".
Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á því værir raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin
En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallaði að hún hafi engu að sinna
af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.
Áfram með störfin ótt líður tíminn
Æ aldrei friður nú hringir síminn
halló, var sagt, það er sætt ég túlka
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka
Hann settist á stól og fann til svima og klígju
hvað sagði hún að krakkarnir væri orðnir tíu,
ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2007 | 19:18
Jói litli
Í gær eignuðumst við stórfjölskyldan lítinn son og bróður. Hann heitir Joao Eduardo, fæddur 26. september 1997 og er frá Mósambík. Já við urðum loksins SOS styrktarforeldrar. Jói litli er mjög sætur strákur og erum við stolt af því að eiga þátt í því góðri framtíð honum til handa.
Undur og stórmerki gerðust líka í dag, ég og Dóra kláruðum hópverkefni fyrir Námsefnisfræðina, sem við eigum að skila á mánudaginn. Við erum semsagt búnar og öll helgin eftir. Yndisleg tilhugsun að hafa ekki verkefnið yfir sér um helgina. Þetta er ekki vanalegt hjá mér sem er vön að vinna allt undir pressu. Kannski að ég sé að breytast á gamals aldri?
Hafið það gott um helgina. Knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)