20.3.2007 | 13:11
Góður dagur
Þrátt fyrir skafrenning og kulda er ég ansi ánægð með daginn, enn sem komið er. Var að koma úr frábærri ferð. Ég og fjölbrautahópurinn minn í íslensku fórum upp að Gljúfrasteini og skoðuðum hús skáldsins, því undanfarnar vikur höfum við verið að lesa Íslandsklukkuna. Ferðin tókst stórkostlega, gaman að fara með svona flottan hóp, allir áhugasamir og ánægðir með tilbreytinguna. Ekkert vesen, ég naut bara þess að skoða húsið sem og hinir. Þessi heimsókn sýnir t.a.m. hvað unglingar eru frábært fólk, þeir eru kurteisir, skemmtilegir og heilsteyptir. Þau skilaboð mættu þeir fá oftar, ekki bara neikvæð sem mér finnst því miður allt of algeng.
Annars er Þórir að verða frískur en kallinn var eitthvað að kvarta yfir eymslum í hálsi í morgun. Úbbosí...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 08:16
Lasarusar
Því miður virðist þessi hel.. flensa vera komin á heimili mitt. Þórir greyið er fárveikur, var með 40°í morgun og er ansi slappur. Ég vonaði nefnilega að við myndum sleppa í þetta sinn, við mæðgurnar fengum eitthvað smotterí sem varla er hægt að tala um en svo er kallinn reyndar eftir. Vona innilega að hann sleppi, því hann er eins og flestir kallar þegar þeir verða veikir, óþolandi. Á svo bágt og enginn hefur orðið jafn veikur hvorki fyrr né síðar. Ég er ekki sú þolinmóðasta við hann, er ágæt við hann fyrsta daginn en svo reyni ég að halda mér sem mest að heiman Veit að sumar konur súpa hveljur núna og finnst ég vera ansi vond en inn á milli er ég líka góð við hann
Nk. laugardag er okkur boðið í partý, þriðja helgin í röð sem eitthvað er að gerast. Merkilegt hvað allt kemur í einu og þess á milli er ekkert að gerast. Vona að við komumst bæði en það fer allt eftir heilsufarinu á litla manninum.
Úti snjóar og snjóar. Kannski að ég komist á skíði um páskana með Aðalbjörgu. Langar svo að hún kynnist skíðaíþróttinni sem því miður hefur lítið verið hægt að stunda sl. ár. Vil frekar hafa snjó yfir vetrartímann heldur en rok og rigningu eins og er hér svo oft núorðið. Þá er svo hreint og bjart yfir öllu og öllum, því það er bara hressandi að festa sig einhvers staðar og púla til að losa bílinn maður getur amk oft hlegið af því seinna meir. Því kýs ég snjó á veturna og sól á sumrin, ekki þessa endalausu rigningu, sumar, vetur, vor og haust!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2007 | 15:39
Árinu eldri
Já þá er ég orðin árinu eldri. Merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst ég vera nýbúin að eiga afmæli en það eru víst 365 dagar síðan! Afmælisdagurinn var alveg frábær og á gaul karlsins mikinn þátt í því. Hann átti nefnilega að mæta í kóræfingabúðir á Hótel Örk í gærmorgun og svo plönuð árshátíð um kvöldið. Hann var svo sætur að kaupa handa mér heilnudd á heilsuhælinu sem var mjög vel þegið síðan fór ég í pottinn og fékk mér að borða heilnæmt grænmetisfæði (finnst ég reyndar eitthvað skrítin í maganum, kannski það fylgi). Eftir þetta dúllerí fór ég upp á hótel og slakaði á. Klukkan 20 hófst síðan árshátíðin og á henni var mikið stuð og mikið sungið. Seint í nótt dröttuðumst við svo í bælið ánægð eftir vel heppnað kvöld.
Gaman að eiga svona afmælisdaga, þurfa ekkert að gera sjálfur og vera meira að segja betri í skrokknum á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2007 | 14:00
Vandræðaleg atvik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 17:59
Opinberun Ýrar (ekki Hannesar)
Já þá er það orðið að veruleika, ég kenni í Lágafellsskóla næsta vetur, er semsagt að hætta í Garðaskóla Skrítin tilfinning, búin að vera þar í 7 ár og verið ánægð en svona er þetta þegar maður býr langt í burtu, með börn sem eru í skóla, þá verður maður að breyta til, gengi ekki upp að þurfa að ferðast í hálftíma ef eitthvað kæmi upp á. Og ég hlakka til að byrja á nýjum vinnustað, það eru bara spennandi tímar framundan
Semsagt ég var ekki að fara að gifta mig, fara í framboð, ólétt, bara að skipta um vinnu!!
Ýr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.3.2007 | 13:51
Þolinmæði þrautir vinnur allar:)
Jæja, ég þori ekki öðru en að blogga, Dögg vinkona mín vaktar mig og ég lofaði henni og ég er nú ekki vön að svíkja loforð!!
Lítið annars að frétta af mér síðastliðna daga. Helgin var fín, rólegheit föstudags - og sunnudagskvöld en aðeins fjörugra á laugardagskvöldið er svona enn að jafna mig því ég get lítið sofið daginn eftir djamm og þarf nokkra daga til að vinna upp tapaðan svefn. Eins gott að ég verði búin að jafna mig fyrir afmælishelgina næstu helgi, þá verð ég á Örkinni að láta sjana við mig, t.d. fæ ég nudd. Þetta verður alveg geggjað.
Keypti mér miða á tónleika Sálarinnar og gospel sem verða í Fríkirkjunni 6. apríl. Mig hefur svo langað á hina tvo en ekki verið nógu snögg að hugsa, loksins þegar ég hef ætlað að kaupa miða þá hafa þeir verið búnir eða ég upptekin við annað. Hlakka mikið til því ég er mikill aðdáandi Sálarinnar og Stebba Hilmars.
Morgundagurinn verður svo örlagaríkur fyrir mig, þá fer ég... segi betur frá því síðar, en NB það er tengist ekki heilsufari mínu svo ekki hafa neinar áhyggjur.
Nóg í bili, eins og þið sjáið er ég frekar andlaus. Tjá Ýr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 09:13
1. mars
Já dagurinn í dag er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þetta er auðvitað bjórdagurinn, fyrir 18 árum að mig minnir var leyft að selja bjór á Íslandi. Merkilega stutt síðan. Svo er búið að lækka matarskattinn niður í 7% og munar um minna. Bónus, sem er aðalbúðin mín, lækkaði fyrir viku og ég sé á strimlinum að afslátturinn er einhver. Ég borgaði u.þ.b. 1000 kr. minna fyrir vörurnar í síðustu innkaupum en ég hefði átt að gera. Og síðast en ekki síst, það er útborgunardagur!! Fínt þegar allur peningurinn fer ekki í vísareikning eins og síðast, eftir jólin....
Fín mæting í saumaklúbbinn í gær. Gaman að hitta þessar kellur. Við erum svo ólíkar en samt allar svo skemmtilegar Það gerir lífið bara skemmtilegra, það væri leiðinlegt ef við öll værum steypt í sama mótið. Ég get varla hugsað þá hugsun til enda....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2007 | 21:46
Skóli...
Já þá er ég orðin eins og hálf þjóðin, komin með hundinn í hundaskóla. Nótt mín (voffinn) stendur sig mjög vel, er fljót að læra og hún er ekkert síðri en hundar upp á tugi þúsunda, samt bara made in Mosfellsdalur Mér finnst skólinn ótrúlega skemmtilegur og margt sem hundakennarinn segir sem vekur mann til umhugsunar um allar vitleysurnar sem maður hefur gert í sambandi við hunda í gegnum tíðina. Þá segi ég eins og aðrir... verst að það er ekki til svona skóli fyrir foreldra... krúttið mitt litla vill helst bara stjórna og er búinn að læra að það nægir að öskra soldið hátt, þá gera foreldrar og systir næstum því allt til að hann hætti
Í vinnunni er ég að gera margt áhugavert og skemmtilegt. T.d. erum við í Íslandsklukkunni í fjölbrautahópnum, bókin leggst misvel í nemendur, sumir skilja ekkert á meðan aðrir hafa gaman af. Jón Hreggviðsson er náttúrulega bara snillingur. Það fyndna er að ég er með sömu bók og ég las í 9. bekk í Kópavogsskóla (greinilega gleymt að skila henni... og fann hana í gömlu dóti). Ég bar greinilega ekki eins mikla virðingu fyrir bókum og ég geri í dag því í hana hef ég skrifað ýmsar athugasemdir sem gaman er að lesa í dag. Sumar eru reyndar ekki við hæfi barna, eins gott að Aðalbjörg komist ekki í bókina en eins og ég segi, gaman að rifja upp vitleysuna frá því í gamla daga.
Á morgun er saumaklúbbur hjá mér, þá mætir m.a. Sauðárkróksmærin sem er í bænum. Alltaf gaman í saumó, hittast og blaðra og éta helst nógu fitandi mat. Vonandi verða þær með einhverjar krassandi kjaftasögur
Nóg í bili, Ýrin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 08:19
Eitt og annað
Fór í bíó í gær með kallinum, á Letters from Iwo Jima, ekta stríðsmynd. Ástæðan fyrir því að þessi mynd var fyrir valinu er sú að Hlynur er mikill Clint Eastwood aðdáandi. Eftir myndina sem var frekar löng, þá ákvað ég að næst yrði farið á KONUMYND. Já ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég fer á stríðsmynd og miðað við það var hún alveg ágæt. Rosalega vel gerð og góður leikur, en kannski ekki alveg mitt áhugasvið...
Við Þórir erum komin á ról, fyrir liggur að taka húsið í gegn, nenni því engan veginn. Skrítið hvað draslið er fljótt að koma, sérstaklega þegar það er aldrei neinn heima! Man þegar ég var stelpa þá var gjörsamlega alltaf drasl í herberginu mínu, kenndi þá oft fjarskyldum ættingjum um að hafa draslað til, það gæti ekki verið að það væri allt eftir mig
Fer svo eftir hádegi að horfa á Aðalbjörgu keppa í sundi. Hún er að keppa á KR mótinu sem er stórt og flott mót. Hún keppti í einni grein í gær og stóð sig vel. Svo skemmtilega vill til er að Kolbrún hennar elsta og besta vinkona er líka að keppa á þessu móti (með Breiðabliki, Aðalbjörg er Afturelding) svo þær vinkonur hlakka mikið til að hittast. Það er gott þegar það er enginn metingur á milli vina, aðalmálið að gera sitt besta og hafa gaman.
Það mættu eflaust margir Íslendingar minna sig á það að öfundast ekki út í náungann frekar að samgleðjast fólki þegar því gengur vel og gera sitt besta hverju sinni. Þá held ég að við náum innri ró og séum sátt við okkur sjálf. Því það er það sem skiptir máli í lífinu, eða er ekki svo?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2007 | 10:59
Öskudagur
Var að lesa stórfenglega bók, Flugdrekahlauparinn, hef sjaldan lesið annað eins listaverk. Hún snerti mig gífurlega og vakti mig til umhugsunar um hvað lífið er sumum erfitt, bara vegna þess að þeir fæddust ekki á rétta staðnum eða með réttan litarhátt. Hún sýnir líka hvað sönn vinátta er mikils virði. Gat ekki lagt hana frá mér. Mæli með þessari bók. Fyrst ég er byrjuð á þessu þá mæli ég líka með Viltu vinna milljarð. Hún er líka yndisleg
Vaknaði eldsnemma í morgun, dóttlan vakti mig og í sameiningu var búin til 1 stk. Sandy (úr Grease). Hlynur átti gamlan mótorhjólaleðurjakka sem daman fór í, við settum rúllur í hana, spreyjuðum fullt af hárspreyi og máluðum. Svo var farið í stutt pils hún var rosa fín.
Ég er bara í venjulegum fötum, hef varla jafnað mig eftir að ég var eini kennarinn sem mætti í náttfötum í vinnuna (og það á afmælisdaginn minn) þegar það var svona náttfataþema. Þann dag var frekar óþægilegt að vera á kaffistofunni Þannig að þetta verður ekki endurtekið (amk ekki á þessum vinnustað!
Hafið það gott í dag, Ýr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)