Helgin

Jæja það á eftir að koma í ljós hvernig þetta blogg á eftir að ganga. Var full eldmóði í fyrradag, er ekki eins spennt í dag. Helgin verður vonandi góð, júróvijón í kvöld, ég held að Heiða vinni og svo konudagurinn á morgun. Ég hef ekkert minnst á hann við Hlyn, ætla að ath. hvort að hann muni eftir að vera rómóInLove Á bóndadaginn keypti ég þorramat fyrir hann og pantaði fyrir hann í fótsnyrtingu og nudd í Laugum og hann var þar NB í 3 tíma. Var mjög sáttur. Semsagt það kemur í ljós hvernig þetta fer með migWhistling eins gott að ég haldi kjafti um daginn

Tjá Ýr


Þar lágu Danir í´ðí

Já á dauða mínum átti ég von frekar en að búast við þessu. Já herre gud, það er komið að því, Ýrin sjálf er farin að blogga!! Samt er þetta frekar notalegt, kannski get ég loksins farið að halda dagbók um það sem skiptir mig máli hverju sinni...

Sit hér og sötra bjór á fimmtudagskvöldi, án samviskubits því ég er í vetrarfríi! Já það er stundum ansi ljúft að vera kennari. Finn samt að þetta frí er kærkomið. Búin að vinna eins og skepna að undaförnu og það er gott að vera ,,bara" heima með Þóri mínum. Við höfum bardúsað ýmislegt, farið í heimsóknir, út að borða og svo auðvitað verið heima á náttfötunum fram eftir degi. Það er snilld að eyða þessum dögum með syninum, ég er eins og aðrir foreldrar, á ekki til orð yfir öllu því sem hann gerir og segir (aðallega MAMMA) og finnst hann alltaf fyndinn. 

Gærdagurinn var frábær, byrjaði á foreldrafundi með Aðalbjörgu og þar var hún hyllt upp úr skónum (var reyndar á sokkaleistunum) því dóttir mín sú besta stóð sig hreint frábærlega í prófunum. Hún tekur mig gjörsamlega í nefið og ekki þótti ég slakur námsmaður í denn. Eins gengur henni vel félagslega (reyndar stundum upp á kant við drengina í bekknum en eru það ekki bara hormónarnir...) og allt bara í blússandi hamingjuHalo Eftir fundinn fór ég á einn stað... kemur betur í ljós seinna (leyndó) og svo heim. Eftir hádegi fórum við í bestu verslunarmiðstöð Íslands, nánar tiltekið Smáralindina (ég er sko gamall KópavogsbúiCool), fengum okkur Subway og skoðuðum í búðir. Þegar ég var gjörsamlega að fá overdós af Lindinni (það er hægt þrátt fyrir Kópavogsbúann) var Dunna svo elskuleg að bjóða í kaffi. Daginn enduðum við svo í bíóí bara við tvær og sáum Dreamgirls sem ég mæli eindregið með fyrir konur á öllum aldri. Já ég segi konur því ég hef það á tilfinningunni að karlmönnum myndi leiðast allískyggilega á henni;) Eftir að heim var komið var auðvitað horft á ANTM eins og við erum vanar. Semsagt frábær dagur hjá okkur mæðgumSmileSmile

Í dag borgaði ég staðfestingargjaldið á íbúðinni ,,okkar" úti á Spáni og djö... var það góð tilfinning, þetta er að vera að raunveruleika að við stórfjölskyldan (næstum...) förum saman út í sumarLoL Ég hlakka virkilega til þess.

Jæja nóg í bili, Ýr

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband