7.1.2008 | 14:05
Lungnabólga og lóðarí
Já það er hægt að segja að það hafi verið ástand á bænum. Þórir greindist með lungnabólgu á föstudaginn og tíkin hefur verið að lóða í rúma viku
Sem betur fer tekur þetta enda eins og annað, ég fór með Þóri til læknis í morgun og honum leist miklu betur á hann heldur en síðast. Hann er líka búinn að vera ansi sprækur strákurinn, ekki hægt að sjá nein veikindamerki á honum.
Í sambandi við tíkina er þetta aðeins meira mál. Hún greyið getur varla farið út að pissa nema í fylgd með fullorðnum og það eru alltaf einhverjir gæjar að sniglast í kringum húsið, sem hlaupa í burt um leið og ég birtist Í nótt voru m.a.s. tveir sem merktu sér stað hér fyrir utan ákveðnir í að komast yfir heimasætuna. En þeim verður ekki að óskum sínum, ég sé til þess! Og mikið verð ég fegin þegar lóðaríið er gengið yfir og óvelkomnir gestir hætta að láta sjá sig.
Ég veit ekki alveg hvernig ég verð þegar gæjar í mannsmynd fara að læðupokast hér innan fárra ára, men den tid, den sorg...
Athugasemdir
Sæl frænka og gledilegt ár.
Ekki gott med Tórir vonandi fer hann ad braggast.Margir med tessa lungnabólgu tessa daganna á ísl.
Tekki tetta med lódaríid,greiid hahahahah.Tetta er hardur heimur dýranna;)
kv Gurra.
PS hver er nýji meillinn tinn?kv .
gurra frænka (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 15:00
hahahaha ég sé þig alveg fyrir mér, enn það er eflaust styttra í gæjanna enn þig grunar hehe...minn er 7 ára og er stelpu SJÚKUR!!
Dagrún Fanný (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:31
hae hae elsku yr,
gledilegt nytt ar. takk kaerlega fyrir fallegt jolakort. ekkert sma falleg fjolskylda. ekki stod eg mig vel i jolakortunum thetta ar.
vona ad thid hafid thad sem allra best.
kaer kvedja
svava
svava (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 21:03
Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu.
Vonandi er Þórir orðin hressari. Fallegt ljóðið sem mamma þín orti um þig, ég fékk alveg tár í augun.
Heyri fljótlega í þér
kv. Herdís
Herdís (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.