Öskudagur

Þessi stóra flotta stelpa vann karokíkeppni í skólanum sínum í dag, öskudag. Hún var búin að æfa sig vel en fleiri flottir keppendur voru þannig að hún ákvað bara að hafa gaman af því að syngja og gera sitt besta. Ég fann hvað ég fylltist stolti þegar ég las smsið frá henni þar sem hún sagðist hafa unnið.

Annars hefur öskudagurinn verið óvenjulegur fyrir mig. Ég mætti með nornahatt í vinnuna í morgun því venjan er í Lágafellsskóla að allir séu í einhverjum grímubúningi á öskudag. Mér fannst þetta skemmtilegt og gaman að sjá fjölbreytta búninga nemenda og kennara. Skemmtilegt uppbrot við skammdegið. Þórir fór sem batman í leikskólann og Aðalbjörg var kanína. Hlynur var sá eini í fjölskyldunni sem fór ekki í búning, nema að vinnufötin hans séu í ætt við pólsku vinnumennina í teiknimyndinni forðum daga...Cool

Annars er bara allt gott að frétta, ég er ánægð með snjóinn en er satt best að segja orðin frekar þreytt á roki og skafrenningi. En þessi vetur hefur sannarlega reynt á þolrifin miðað við síðustu vetur. Kannski er það bara ágætt, að við séum minnt á það öðru hverju að við búum á gamla góða Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá til hamingju með 1 sætið babyó.  Ég er keppnis og finnst gaman þegar einhver gerir sitt besta og VINNUR JIBBBBBBÍ  kisstu hana frá mér ;)

Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 08:03

2 identicon

Sæl kæra frænka.

Til hamingju med dótturina ,ég er ekki hissa ad hún hafi unnid eins söngelsk og tessi fjölskylda er nú;)

Annars hef ég alltaf sagt ad Adalbjörg endar á fjölunum ,engin spurning.

Bestu kvedjur úr vorinu hér í dk.

Knús og kossar

Gurra frænka

Gudrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Lady-Dee

Snillingur hún Aðalbjörg!! Hamingjuóskir frá Álfunum:)

d.

Lady-Dee, 14.2.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband