Jólahlaðborð

Já nú er hægt að segja að jólin séu að nálgast! Ég er hvorki meira né minna en að fara á tvö jólahlaðborð þessa helgi! Í kvöld með Lágafellsskóla á Hótel Ísland á George Michael sýninguna og á morgun austur á Selfoss með vinnunni hans Hlyns. Þá gistum við m.a.s. á hótelinuSmile Ég hlakka mikið til beggja kvöldanna, hef heyrt að sýningin sé mjög skemmtileg á Íslandinu og svo er ekki leiðinlegt að fara með kallinum útúr bænum eina nótt. Það er eitthvað sem við gerum allt of sjaldan. Svo virðist vera að um hverja helgi fram að jólum sé eitthvað að gerast, eins gott að maður hafi  tíma til að kaupa jólagjafir...

Knús og góða helgi, Ýr


Kasper og Jesper og Jónatan

Ræningjarnir þrír eru pottþétt betri farþegar en þessi. Þeir myndu ekki skilja eftir neinn, sbr. ljónið góða í ævintýrinu Gott að löggan náði kauða. Ég þoli nefnilega ekki þetta, reyni að aka sómasamlega en veit að í umferðinni eru alltaf einhverjir sem hafa ekkert þangað að gera og eru hættulegir á götum úti. Þetta er í fyrsta sinn sem ég blogga um frétt, en nú misbauð mér. Vonandi mín og annarra vegna fer ölvunarakstur minnkandi og fólk fari nú að taka leigara. Fer ekki Goldfinger bílinn að vera alltaf laus? Meira að segja Ópavogur skilst mér fer að losna við þennan fjanda sem nektarbúllur eru.

 


mbl.is Ölvaður farþegi henti bílstjóranum út og ók sjálfur í bæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórir minn tveggja ára:)

ÞórirÞessi flotti kall er orðinn tveggja ára gamall, átti afmæli í gær. Stöðug veisluhöld voru frá 14 - 19 og stóð afmælisbarnið sig með prýðiSmile Hann fékk fullt af flottum gjöfum og þökkum við kærlega fyrir þær. Það sem auðvitað skiptir samt mestu máli var að hitta ættingja og vini sem samglöddust afmælisbarninu og fjölskyldu.

Reyndar munaði mjóu að ekkert afmæli yrði haldið. Þórir byrjaði með upp og niðurgangspest aðfararnótt laugardags, ég t.d. var vel fyrir barðinu á því, fór tvisvar í sturtu um nóttina. Þrátt fyrir þessar ógöngur ákvað ég að fara til Stykkishólms og keppa í blaki. Það var mjög gaman en fátt um sigra, en lærdómurinn fínn. Á leiðinni í bæinn fór mér að líða eitthvað illa og endaði með því að bílstjórinn þurfti að stoppa bílinn á Kjalarnesi og þar byrjaði ég að gubba og hélt því áfram fram á nótt. Um það leyti sem ég var að verða góð byrjaði svo kallinn! Já pælið í ástandi á einum bæ. Hef samt smá húmor fyrir þessu, sérstaklega að af okkur þremur, hver haldiði að hafi verið veikastur??? Rétt svar, kallinn... liggur enn í bælinu að drepast, greyið mitt gráa.

Hafið það gott, Ýr

P.S. sjáið hvað drengurinn líkist móður sinni á myndinni, með síma í báðum. Kann á þessu réttu tökinCool og eitt enn, Aðalbjörg er eins og ég þegar hún talar í síma, gengur um gólf eins og henni sé borgað fyrir það. Segið svo að uppeldið borgi sig ekkiTounge


Sunnudagskvöld

Horfði á Sunnudagskvöld með Evu Maríu í gær. Fyrst hafði ég enga löngun til þess en lét mig hafa það. Ástæðan fyrir því er sú að gestur hennar ,,hirti" af mér fermingarpeningana á sínum tíma. Já ég var ein af þeim sem missti peninga í Ávöxtunarmálinu svokallaða.

Þegar ég fermdist fékk ég 120 þús. í penginum sem þótti mjög mikið 1988. Auðvitað var ætlunin að spara til fullorðinsára og eftir mikla spekúlassjónir var ákveðið að setja peningana inn til Ávöxtunar. Mánuði seinna var fyrirtækið allt. Ég í mínum krakkaskap sárnaði mest á þessum árum að þeir skyldu taka við fermingarpeningum barns þrátt fyrir að vita að allt væri á hraðri niðurleið...

Ca. tveimur árum seinna fékk ég um 12 þús. krónur úr þrotabúinu og ég man ég keypti mér m.a. hvítar gallabuxurCool Ég missi auðvitað alls ekki mest en þrátt fyrir það voru þessir peningar mér mikils virði á þessum tíma.

Vetrarfríið mitt hefur verið ansi gott en auðvitað er ég frekar vinnuvæn, þ.e. ég náði mér í einhvern skít og drakk bara kók í tvo sólarhringa. Í gær var ég orðin frekar máttlaus af kókdrykkjunni og eldaði fína kjötsúpu sem gaf þvílíkan kraft. Já gamli góði íslenski maturinn klikkar aldrei!

P.S. Ég verð nú að viðurkenna að mig dauðlangar að lesa eins og eina Viníettu eftir manninn.


Þreytt...

Vá hvað ég er búin á því núna. Var að koma heim eftir að hafa verið með ball í Lágafellsskóla því ég sé um nemendaráðið þar! Þurfti m.a.s. að sleppa blakinu mínu í kvöldFrown Ballið tókst hins vegar mjög vel, sjaldan eða aldrei mætt fleiri nemendur. Við fengum tvo rappara til að troða upp og í rúmlega klukkutíma sá ég alla nemendur með hægri höndina upp dansa við tónlistina (alltaf lærir maður eitthvað nýtt!). Danstónlistin tók síðan við. 

Satt best að segja er ég samt ánægðust með að ballið sé búið, þið vitið hvernig þetta er ef maður er að skipuleggja eitthvað stórt þá er alltaf smá hnútur í maganum þangað til hluturinn er búinn. Nú er semsagt algjört spennufall hjá mér!

Svo er náttúrulega enn ein helgin að koma sem betur fer. Hún verður tekin rólega, fer t.d. á tónleika hjá duglegu dóttlunni og stefni síðan á að slaka á. Langur vinnudagur að baki, tæpir 16 tímar. Svona koma tarnirnar öðru hvoru, þið kannist eflaust flest við þær.

Hafið það gott elskurnar, Ýr


Blak

Jamm og jæja, þá er keppnisdagurinn afstaðinn. Við spiluðum 5 leiki, töpuðum 4 og gerðum eitt jafntefli. Þó svo þetta líti ekki sérlega vel út hef ég það okkur til afsökunar að við höfum æft saman í 1 mánuð á meðan hin liðin hafa spilað í amk. eitt ár. En mikið rosalega var þetta gaman og lærdómsríkt. Ég er ótrúlega ánægð með að ég dreif mig loksins í blak, búin að langa í mörg ár. Gaman að hafa annað áhugamál en að horfa á sjónvarpið á kvöldin....

Ég er líka svo asskoti ánægð með að ég er greinilega íslenskur íþróttamaður í húð og hár, með afsakanir á reiðum höndum ef illa gengur. Þá er ég greinilega á réttri leiðLoL


Keppni

Já hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ég að fara að keppa í blaki aðra helgi! Eins og ég sagði á annarri síðu þá er ég að verða/orðinn afreksmanneskja í íþróttum! Best líka að ljúka því af, komin langt á fertugsaldurinnCool  hahaha

hvað tíminn er fljótur að líða. 1. okt á morgun. Lítið að gerast í mínu lífi þessa dagana, allt gengur sinn vanagang, í rólegheitum. Máltækið; ,,Engar fréttir eru góðar fréttir" á vel við mig.

Tunglið

Mér var ekki boðið til tunglsins þessa helgi en fór þrátt fyrir það aðeins upp í móti. Hafði það notalegt í kjaftagangi.

Fann það í dag að ég gæti aldrei verið yngri barna kennari. Var í forföllum í einn tíma hjá 3. bekk og var gjörsamlega búin eftir það. Þolinmæðið þarf greinilega að vera endalaus hjá þessu litlu krúttum. T.d. fór einn að gráta því hann gleymdi nestinu heima og í nestinu var engin bók þannig að rithöfundurinn ég sauð saman eitt gott ævintýri. Sambland af Hlyna kóngssyni, Rauðhettu og Kiðlingunum þremur. Allir þögðu og hlustuðu. Þetta var í morgun og síðan hef ég verið þreytt:)

Blakæfing á eftir, fyrsti í átaki. Ætli þetta sé ekki þrítugasti ,,fyrsti" í átaki hjá mér á þessu ári, svei mér þá. Klikka alltaf


Húsmæðraorlof og veikindi

Það er ekki hægt að segja annað en mikið hafi verið að gera í skemmtanalífinu hjá mér að undanförnu. Helgi eftir helgi hefur verið eitthvað að gerast og nú er svo komið að þó mér yrði boðið til tunglsins næstu helgi myndi ég afþakkaTounge

Síðustu helgi fór ég m.a. í Ölfusborgir með nokkrum æskuvinkonum í svokallað húsmæðraorlof. Það var vægast sagt ansi gaman hjá okkur, mikið hlegið, kjaftað, pottast og auðvitað sötrað aðeins... Veðrið var ekkert spes hjá okkur, slydda og kuldi svo við ákváðum að panta bara pizzu í stað þess að standa úti í kuldanum og grilla. Hún smakkaðist mjög vel og rann ljúflega niður. Fórum að sofa seint og um síðir og tilfellið er að ég er nú smá sybbin eftir ,,orlofið"Cool

Þegar ég kom heim í gær var snúllinn minn orðinn veikur, kominn með um 40° stiga hita slappur og lítill í sér. Ég átti að fara í Þórsmörk í dag með umsjónarbekkinn minn en gat hætt við það, gat ekki hugsað mér að vera einhvers staðar í óbyggðum með hann veikan heima. Er of móðursjúk til að þola það. Verð amk heima aftur á morgun og held ábyggilega áfram að glápa á sjónvarpið, búin að nota það vel í dag og horft á ýmsar myndir.

Hafið það gott í ekta haustveðri, roki og rigningu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband