Lasarus

Jæja ég var greinilega ekki sannspá með Júróvision en ég er sátt með úrslitin. Ég fór í Júróvisionpartý og kaus þar 3 lög, sem lentu í fyrstu þremur sætunum. Nokkuð sátt með þaðSmile

Nú er Þórir minn enn og aftur kominn með hita. Þriðji dagurinn hans með háan hita. Hann er ljúfur og góður hérna heima en vill helst horfa... upprennandi sjónvarpssjúklingur. Eins og Aðalbjörg hefur alltaf verið hraust þá er hann að taka þetta út fyrir börnin mín. Telst til að dagurinn í dag sé fimmti dagurinn á þessu ári sem ég er heima með hann og samt hefur tengdó leyst okkur líka af. Já vonandi tekur hann þetta út núna og verður hraustari með aldrinum.

Ýr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady-Dee

Hæ sæta mín:) Batakveðjur knúúús ...

d

Lady-Dee, 27.2.2008 kl. 13:41

2 identicon

Góðan bata.......

Er að komast upp úr mínum pakka. Dósin fékk lungnabólgu og ég var með hana heima í 8 DAGA. Var sjálf á leiðinni að panta pláss á geðdeild Rigshospital. Sver það.

Kær kveðja, Fríða og co.

Fríða Dóra (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband