Sleep-over

Það er ekki hægt að segja annað en lítið hafi verið sofið um helgina, ekki vegna skemmtanalífs heldur vinnu. 10. bekkur fékk að hafa sleep - over á föstudagskvöldið í skólanum og ég og önnur vorum á vaktinni. Ætli við höfum ekki sofið samtals í 2 tíma þessa nóttina, verð ábyggilega alla vikuna að ná upp svefninum, orðin svo gömul!

Fór á 27 dresses í gærkvöldi með Aðalbjörgu, mjög fín stelpumynd. Vorkenndi hálfpartinn þessum örfáu karlmönnum sem voru á henni,  efast um að þeir hafi haft jafnmikla ánægju af henni og við stelpurnar.

Hvernig er þetta annars með veðrið? Hélt fyrir viku að vorið væri að koma en nú sést ekki út, snjór á öllum gluggum og skafrenningur úti. Þetta er án efa mesti snjór sem hefur komið síðustu 10 ár.

Vinnuvikan hefst á morgun og allir á heimilinu orðnir frískir. Þórir fer loksins í leikskjólann eftir að hafa verið heima í viku með strepta og háan hita. Verð nú að játa það að þessi endalausu veikindi reyna vel á... en nú er bjart framundanSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn gamla mín...

Jófríður (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband