Fréttir

Já það er aldeilis margt drifið á daga mína síðan síðast! Ég varð t.d. 34 á dögunum (ótrúlegt hvað tíminn líður hratt) og hélt fermingarveislu í fyrsta sinn sem lauk nú fyrir ca. tveimur tímum. Undirbúningurinn hófst á mánudaginn með tiltekt, í gær byrjaði ég að undirbúa matinn. Arnþór hans Hlyns fermdist í Kópavogskirkju í morgun og auðvitað mættum við í kirkjuna með þó nokkur fiðrildi í maganum. Sem betur fer gekk allt vel þar, í raun betur en við þorðum að vona. Á leið frá kirkjunni tókst Þóri mínum að detta á hausinn og fékk að launum tvö spor í ennið. Ég var ekki beint með þolinmæði að bíða á Slysó og eftir að gera ALLT eins og mér fannst. En allt gekk auðvitað upp að lokum með góðri samvinnu okkar í fjölskyldunni. Maturinn heppnaðist æðislega vel og allir voru sælir og saddir þegar þeir fóru eftir vel heppnaða veilsu. Arnþór minn stóð sig eins og hetja, tók vel á móti öllum, spilaði fyrir gestina en undir lokin sá maður að hann var alveg búinn á því. Fermingarveilsan hjá mömmu hans var fyrri partinn og svo hjá okkur í kvöld. Langur dagur fyrir hann.

Það er mjög ,,kennaravænt" að ferma á skírdag, fyrst hefur maður nokkra daga til undirbúnings án þess að vera líka að stressa sig í vinnunni og svo tekur yndislegt frí við. Það verður virkilega þægilegt að vakna á morgun og þurfa ekkert sérstakt að gera, því í sannleika sagt hef ég lítið annað hugsað sl. daga en um mat og fermingu, hvernig raða eigi hinu og þessu og frameftir götunum. En nú sit ég bara með góðri samvisku með fæturna uppá borði og sötra bjór og hef það virkilega notalegt.

Gleðilega páska, knús Ýr

P.s. Vilborg flottasta frænka mín er 24 ára í dag, 21. mars. Til hamingju með daginnSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku frænka og til hamingju med afmælid,fermingarbarnid og kvedja til Vilborgar frænku.

Tad er ekki ad syrja ad tví allt hefur gengid ad óskum hjá ykkur á fermingardaginn tó med smá skakkaföllum,snúllinn litli ad slasa sig.

Ég er búin ad festa mér far í mai tar sem frú Frída verdur 80 ára.Átti Bjarni ekki líka afmæli 19 maí tad er eins og mig minni tad.

Bestu kvedjur hédan úr kuldanum og snjókomunni í dk.

Kv Gurra

Gudrún Hauksddóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband